Samkeppnishæfara skattaumhverfi 10. nóvember 2006 05:45 SamkeppnishæfniSkattalækkanir á undanförnum árum hafa skilað sér í auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð. Svartagallsraus þeirra vinstri manna sem töldu að fótunum yrði kippt undan velferðarkerfinu með skattalækkunum reyndist því ekki á rökum reist. Þvert á móti hafa skattalækkanir styrkt getu okkar til að leggja fé í þá samneyslu sem sátt er um að halda úti. Reynslan kennir okkur að við eigum að halda áfram að feta braut skattalækkana.Nokkuð hefur verið um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi að undanförnu þótt hún hafi því miður einskorðast full mikið við stóriðju. Það telst nokkur viðurkenning á íslensku hagkerfi og skattkerfi þegar erlendir aðilar sýna fjárfestingakostum hér á landi þennan áhuga. Einkum í ljósi þeirrar samkeppnin sem við erum í við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nokkuð framarlega þegar kemur að einföldu skattkerfi og lágri skattprósentu á fyrirtæki. Ljóst er að lækkun á tekjuskattsprósentu á fyrirtæki gæti laðað fleiri erlenda fjárfesta og meira erlent fjármagn hingað til lands.Lágir skattar eru ekki nógTaka má dæmi af tveimur evrópulöndum, Hollandi og Írlandi, sem hafa verið vinsæll kostur alþjóðlegra fyrirtækja og fjárfesta sem eru með starfsemi víða um heim. Er það þrátt fyrir að himinn og haf skilji löndin að hvað varðar skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja, sem er 31,5% en 12,5% á Írlandi. Skattaumhverfið á Írlandi er nokkuð einfalt, ef það er yfirleitt hægt að tala um að skattkerfi séu einföld.Yfirlýst stefna stjórnvalda í Hollandi er að skapa samkeppnishæfasta skattaumhverfi sem hugsast getur fyrir erlenda fjárfesta. Til þess að ná markmiðinu er skattkerfið stöðugt í endurskoðun og er leitast við að gera samningar við önnur lönd til að koma í veg fyrir tvísköttun. Holland hefur það fram yfir mörg önnur lönd að hafa gert mun fleiri tvísköttunarsamninga við erlend ríki. Þetta hefur, ásamt öðru, gert Holland afar eftirsóknarvert. Í báðum þessum löndum hefur skattkerfið verið útfært heildstætt þannig að það hafi áhrif á aðra þætti, svo sem skatta á einstaklinga.Breytum um hugsunarhátt í skattheimtuHolland er því vinsæll fjárfestingakostur vegna góðs skattkerfis, þrátt fyrir háa skattprósentu. Við ættum að taka Holland okkur til fyrirmyndar hvað varðar endurskoðun á skattkerfinu þótt skattprósentan sjálf sé ekki til fyrirmyndar. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að hafa samkeppnishæfasta skattaumhverfi í heimi. Með því að búa til aðlaðandi skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta mætti auka hagsæld hér enn frekar. Það myndi veita svigrúm til þess að lækka tekjuskatt á einstaklinga og virðisaukaskatt enn meira.Við verðum að búa til gott umhverfi til handa atvinnulífinu hér á landi þannig að auka megi enn frekar erlendar fjárfestingar. Þannig getur svigrúm skapast til þess að lækka enn frekar skatta og álögur á einstaklinga. Við þurfum því að byrja á því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið svo að þetta svigrúm geti skapist.Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
SamkeppnishæfniSkattalækkanir á undanförnum árum hafa skilað sér í auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð. Svartagallsraus þeirra vinstri manna sem töldu að fótunum yrði kippt undan velferðarkerfinu með skattalækkunum reyndist því ekki á rökum reist. Þvert á móti hafa skattalækkanir styrkt getu okkar til að leggja fé í þá samneyslu sem sátt er um að halda úti. Reynslan kennir okkur að við eigum að halda áfram að feta braut skattalækkana.Nokkuð hefur verið um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi að undanförnu þótt hún hafi því miður einskorðast full mikið við stóriðju. Það telst nokkur viðurkenning á íslensku hagkerfi og skattkerfi þegar erlendir aðilar sýna fjárfestingakostum hér á landi þennan áhuga. Einkum í ljósi þeirrar samkeppnin sem við erum í við þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland nokkuð framarlega þegar kemur að einföldu skattkerfi og lágri skattprósentu á fyrirtæki. Ljóst er að lækkun á tekjuskattsprósentu á fyrirtæki gæti laðað fleiri erlenda fjárfesta og meira erlent fjármagn hingað til lands.Lágir skattar eru ekki nógTaka má dæmi af tveimur evrópulöndum, Hollandi og Írlandi, sem hafa verið vinsæll kostur alþjóðlegra fyrirtækja og fjárfesta sem eru með starfsemi víða um heim. Er það þrátt fyrir að himinn og haf skilji löndin að hvað varðar skattprósentu tekjuskatts fyrirtækja, sem er 31,5% en 12,5% á Írlandi. Skattaumhverfið á Írlandi er nokkuð einfalt, ef það er yfirleitt hægt að tala um að skattkerfi séu einföld.Yfirlýst stefna stjórnvalda í Hollandi er að skapa samkeppnishæfasta skattaumhverfi sem hugsast getur fyrir erlenda fjárfesta. Til þess að ná markmiðinu er skattkerfið stöðugt í endurskoðun og er leitast við að gera samningar við önnur lönd til að koma í veg fyrir tvísköttun. Holland hefur það fram yfir mörg önnur lönd að hafa gert mun fleiri tvísköttunarsamninga við erlend ríki. Þetta hefur, ásamt öðru, gert Holland afar eftirsóknarvert. Í báðum þessum löndum hefur skattkerfið verið útfært heildstætt þannig að það hafi áhrif á aðra þætti, svo sem skatta á einstaklinga.Breytum um hugsunarhátt í skattheimtuHolland er því vinsæll fjárfestingakostur vegna góðs skattkerfis, þrátt fyrir háa skattprósentu. Við ættum að taka Holland okkur til fyrirmyndar hvað varðar endurskoðun á skattkerfinu þótt skattprósentan sjálf sé ekki til fyrirmyndar. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að hafa samkeppnishæfasta skattaumhverfi í heimi. Með því að búa til aðlaðandi skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta mætti auka hagsæld hér enn frekar. Það myndi veita svigrúm til þess að lækka tekjuskatt á einstaklinga og virðisaukaskatt enn meira.Við verðum að búa til gott umhverfi til handa atvinnulífinu hér á landi þannig að auka megi enn frekar erlendar fjárfestingar. Þannig getur svigrúm skapast til þess að lækka enn frekar skatta og álögur á einstaklinga. Við þurfum því að byrja á því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið svo að þetta svigrúm geti skapist.Höfundur gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar