Hin skapandi fjórða stoð hagkerfisins 8. nóvember 2006 00:01 Gísli Örn Garðarsson Í Hamskiptunum. Leikhópurinn Vesturport setti nýlega upp sýninguna Hamskiptin eftir Franz Kafka í Lyric-Hammersmith-leikhúsinu í London. Bylting í atvinnuháttum er að eiga sér stað um þessar mundir, ekki minni en sú bylting sem varð við hagnýtingu gufuaflsins á seinni hluta átjándu aldar sem gjörbreytti sögu mannsins. Þetta sagði Ágúst Einarsson prófessor á málstofu sem hann, ásamt Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, kennara og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, stóðu fyrir í Háskóla Íslands á dögunum. Þar veltu þau upp þeirri spurningu með hvaða hætti við Íslendingar komumst til draumalandsins fyrirheitna. „Hagkerfinu hefur undanfarin 250 ár verið skipt upp í þrjá hluta: frumframleiðslu, iðnað og þjónustu. Núna er rætt um að við eigum að bæta við fjórðu stoð hagkerfisins - skapandi atvinnuvegi," segir Ágúst og bætir við að nú þegar hafi bylting orðið í atvinnuháttum hér á landi enda megi nú rekja fjórðung af störfum á vinnumarkaði hérlendis til skapandi atvinnuvega. „Nú eru að koma fram glænýir atvinnuvegir í stað annarra, alveg eins eins og þegar iðnaðurinn ruddi hluta af frumframleiðslunni úr vegi og alveg eins og þegar þjónusta ýtti öðrum atvinnuvegum til hliðar á 20. öldinni. Í þessari nýju atvinnuháttabyltingu er það skapandi hugsun sem skiptir öllu máli."tónlistin nálgast landbúnaðinnFyrir 25 árum var hlutdeild landbúnaðar til landsframleiðslunnar tæp fimm prósent en er nú 1,4 prósent. Það er ekki nema örlítið meira en framlag tónlistarinnar sem er eitt prósent af landsframleiðslunni. Tónlistin er því farin að slaga hátt upp í landbúnaðinn. Árið 1980 var einn aðalatvinnuvegurinn hér á landi sjávarútvegur og stóð undir 16 prósentum af landsframleiðslu en er nú kominn niður í 6,8 prósent. Á sama tíma fer hlutdeild menningar hratt vaxandi og er hún nú komin með rúmlega fjögurra prósenta framlag til landsframleiðslunnar.Ágúst telur að samfara þessum breytingum sé nauðsynlegt að auka umræðu um listir, menningu og hið skapandi í menntakerfinu, til þess að ungt fólk hafi betri þekkingu á þessum breytingum sem eiga sér stað og ekki síst til undirbúnings fyrir alla þá sem eiga eftir að starfa sem atvinnumenn í þessum greinum.Drögin lögð að vexti þess skapandiHvað er hægt að gera af hálfu hins opinbera til að auka veg skapandi atvinnugreina í þessu breytingaskeiði? Þessu hefur hópur ungra norrænna vísindamanna við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn reynt að svara og sett fram niðurstöður sínar í skýrslu sem unnin var fyrir Norræna iðnaðarsjóðinn. Voru þar meðal annars lögð drög að áhersluatriðum af hálfu hins opinbera til að styðja við vöxt skapandi atvinnugreina á Norðurlöndunum. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, sem í senn kennir í grunnnámi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og stundar þar sjálf doktorsnám, er einn höfunda skýrslunnar og kynnti niðurstöður hennar á málstofunni.Í skýrslu hópsins er notast við þá skilgreiningu að skapandi atvinnugreinar séu þær sem byggist beint á listrænum afurðum eða þjónustu. Má þar nefna myndlist, bókmenntir, skáldskap og tónlist. Þegar Ágúst vísar til skapandi atvinnugreina er hugtakið enn víðara og felur það að auki framantalinna atriða líka í sér rannsóknir vísindamanna, skapandi stjórnendastörf, upplifunar- og afþreyingariðnað, hugbúnaðargerð og fleira sem krefst skapandi hugsunar en er ekki endilega af listrænum meiði.Ekki spurning um opinbera styrkiÞó að skapandi atvinnugreinar byggist á listrænum grunni snúast tillögur hópsins ekki um opinbera styrki heldur hvernig megi hámarka framlag þeirra til hagkerfisins. Með því að fjalla um skapandi atvinnugreinar sem fullgildar atvinnugreinar hefur hins vegar sú spurning vaknað hvort hið opinbera geti ekki notast við svipaðan stuðning við skapandi atvinnugreinar og við aðrar atvinnugreinar. „Í sumum tilfellum er það hægt, það er ýmislegt í stuðningskerfinu á Norðurlöndunum, til dæmis við uppfinningamenn eða frumkvöðla, sem á mjög vel við fólk sem er að stofna fyrirtæki innan þessara atvinnugreina. Hins vegar fókusa skapandi atvinnugreinar á óáþreifanlegan hlut, sem getur verið erfitt að skilgreina.Þar að auki er umhverfi þessara atvinnugreina nú að breytast hratt, svo við teljum að það sé ekki í öllum tilfellum hægt að meðhöndla þær á sama hátt og aðrar atvinnugreinar."Þrjár leiðir sem þarf að fetaHópurinn tilgreindi þrjár meginleiðir sem nota mætti fyrir hvert af fimm skilgreindum meginsviðum þar sem þörf væri á aðgerðum. Af leiðunum þremur nefnir Margrét fyrst að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað. „Skapandi atvinnugreinar þurfa að verða teknar sem alvöru atvinnugreinar, ekki bara af hálfu opinberra aðila heldur þurfa þær sjálfar að taka sig alvarlega." Í öðru lagi er lögð áhersla á reglugerðir.Nærtækasta dæmið, sem vel þykir hafa tekist til með, er tólf prósenta endurgreiðsla framleiðslukostnaðar í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi sem hefur stóraukið erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Þriðja atriðið er svo að auka átaksaðgerðir eða sértæk tímabundin verkefni. Samstarf Útflutningsráðs og tónlistariðnaðarins með þátttöku í Midem-tónlistarkaupstefnunni undanfarin þrjú ár er dæmi um samstarf sem þykir hafa skilað mælanlegum árangri.Aðgerðir nauðsynlegar á fimm sviðumÞað fyrsta af fimm sviðum sem hópurinn taldi að þörf væri á aðgerðum á er þekking og nýsköpun innan skapandi atvinnugreina. Hópurinn taldi jafnframt nauðsynlegt að auka samstarf, annars vegar milli skapandi atvinnugreina og hins vegar milli þeirra og annarra atvinnugreina. „Þegar tölvuleikur er búinn til tengjast til að mynda nokkrar skapandi atvinnugreinar. Við teljum möguleika fólgna í því að tengja betur þekkingu atvinnuveganna á milli og milli þeirra og hefðbundinna atvinnugreina." Þá þykir hópnum stuðning skorta við að hasla sér völl á erlendum mörkuðum þar sem kostnaður við að ná til heimsins sé gífurlegur og töluverða stærðarhagkvæmni þurfi í þeirri dreifingu. Telja þau meðal annars að hægt sé að ná henni fram með því að byggja á norrænu víddinni. Í síðasta lagi nefna þau að hvetja þurfi til fjárfestinga í skapandi atvinnugreinum.Við höfum líka rekið okkur á það aftur og aftur að samskipti milli hönnuða og hefðbundinna fyrirtækja gengur stundum brösulega. Það ríkir ákveðið viðhorfs-ójafnvægi milli atvinnulífsins og síðan listamannanna sem koma að greininni og gera hana skapandi. Þetta þyrfti að breytast." Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bylting í atvinnuháttum er að eiga sér stað um þessar mundir, ekki minni en sú bylting sem varð við hagnýtingu gufuaflsins á seinni hluta átjándu aldar sem gjörbreytti sögu mannsins. Þetta sagði Ágúst Einarsson prófessor á málstofu sem hann, ásamt Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, kennara og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, stóðu fyrir í Háskóla Íslands á dögunum. Þar veltu þau upp þeirri spurningu með hvaða hætti við Íslendingar komumst til draumalandsins fyrirheitna. „Hagkerfinu hefur undanfarin 250 ár verið skipt upp í þrjá hluta: frumframleiðslu, iðnað og þjónustu. Núna er rætt um að við eigum að bæta við fjórðu stoð hagkerfisins - skapandi atvinnuvegi," segir Ágúst og bætir við að nú þegar hafi bylting orðið í atvinnuháttum hér á landi enda megi nú rekja fjórðung af störfum á vinnumarkaði hérlendis til skapandi atvinnuvega. „Nú eru að koma fram glænýir atvinnuvegir í stað annarra, alveg eins eins og þegar iðnaðurinn ruddi hluta af frumframleiðslunni úr vegi og alveg eins og þegar þjónusta ýtti öðrum atvinnuvegum til hliðar á 20. öldinni. Í þessari nýju atvinnuháttabyltingu er það skapandi hugsun sem skiptir öllu máli."tónlistin nálgast landbúnaðinnFyrir 25 árum var hlutdeild landbúnaðar til landsframleiðslunnar tæp fimm prósent en er nú 1,4 prósent. Það er ekki nema örlítið meira en framlag tónlistarinnar sem er eitt prósent af landsframleiðslunni. Tónlistin er því farin að slaga hátt upp í landbúnaðinn. Árið 1980 var einn aðalatvinnuvegurinn hér á landi sjávarútvegur og stóð undir 16 prósentum af landsframleiðslu en er nú kominn niður í 6,8 prósent. Á sama tíma fer hlutdeild menningar hratt vaxandi og er hún nú komin með rúmlega fjögurra prósenta framlag til landsframleiðslunnar.Ágúst telur að samfara þessum breytingum sé nauðsynlegt að auka umræðu um listir, menningu og hið skapandi í menntakerfinu, til þess að ungt fólk hafi betri þekkingu á þessum breytingum sem eiga sér stað og ekki síst til undirbúnings fyrir alla þá sem eiga eftir að starfa sem atvinnumenn í þessum greinum.Drögin lögð að vexti þess skapandiHvað er hægt að gera af hálfu hins opinbera til að auka veg skapandi atvinnugreina í þessu breytingaskeiði? Þessu hefur hópur ungra norrænna vísindamanna við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn reynt að svara og sett fram niðurstöður sínar í skýrslu sem unnin var fyrir Norræna iðnaðarsjóðinn. Voru þar meðal annars lögð drög að áhersluatriðum af hálfu hins opinbera til að styðja við vöxt skapandi atvinnugreina á Norðurlöndunum. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, sem í senn kennir í grunnnámi í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og stundar þar sjálf doktorsnám, er einn höfunda skýrslunnar og kynnti niðurstöður hennar á málstofunni.Í skýrslu hópsins er notast við þá skilgreiningu að skapandi atvinnugreinar séu þær sem byggist beint á listrænum afurðum eða þjónustu. Má þar nefna myndlist, bókmenntir, skáldskap og tónlist. Þegar Ágúst vísar til skapandi atvinnugreina er hugtakið enn víðara og felur það að auki framantalinna atriða líka í sér rannsóknir vísindamanna, skapandi stjórnendastörf, upplifunar- og afþreyingariðnað, hugbúnaðargerð og fleira sem krefst skapandi hugsunar en er ekki endilega af listrænum meiði.Ekki spurning um opinbera styrkiÞó að skapandi atvinnugreinar byggist á listrænum grunni snúast tillögur hópsins ekki um opinbera styrki heldur hvernig megi hámarka framlag þeirra til hagkerfisins. Með því að fjalla um skapandi atvinnugreinar sem fullgildar atvinnugreinar hefur hins vegar sú spurning vaknað hvort hið opinbera geti ekki notast við svipaðan stuðning við skapandi atvinnugreinar og við aðrar atvinnugreinar. „Í sumum tilfellum er það hægt, það er ýmislegt í stuðningskerfinu á Norðurlöndunum, til dæmis við uppfinningamenn eða frumkvöðla, sem á mjög vel við fólk sem er að stofna fyrirtæki innan þessara atvinnugreina. Hins vegar fókusa skapandi atvinnugreinar á óáþreifanlegan hlut, sem getur verið erfitt að skilgreina.Þar að auki er umhverfi þessara atvinnugreina nú að breytast hratt, svo við teljum að það sé ekki í öllum tilfellum hægt að meðhöndla þær á sama hátt og aðrar atvinnugreinar."Þrjár leiðir sem þarf að fetaHópurinn tilgreindi þrjár meginleiðir sem nota mætti fyrir hvert af fimm skilgreindum meginsviðum þar sem þörf væri á aðgerðum. Af leiðunum þremur nefnir Margrét fyrst að viðhorfsbreyting þurfi að eiga sér stað. „Skapandi atvinnugreinar þurfa að verða teknar sem alvöru atvinnugreinar, ekki bara af hálfu opinberra aðila heldur þurfa þær sjálfar að taka sig alvarlega." Í öðru lagi er lögð áhersla á reglugerðir.Nærtækasta dæmið, sem vel þykir hafa tekist til með, er tólf prósenta endurgreiðsla framleiðslukostnaðar í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi sem hefur stóraukið erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Þriðja atriðið er svo að auka átaksaðgerðir eða sértæk tímabundin verkefni. Samstarf Útflutningsráðs og tónlistariðnaðarins með þátttöku í Midem-tónlistarkaupstefnunni undanfarin þrjú ár er dæmi um samstarf sem þykir hafa skilað mælanlegum árangri.Aðgerðir nauðsynlegar á fimm sviðumÞað fyrsta af fimm sviðum sem hópurinn taldi að þörf væri á aðgerðum á er þekking og nýsköpun innan skapandi atvinnugreina. Hópurinn taldi jafnframt nauðsynlegt að auka samstarf, annars vegar milli skapandi atvinnugreina og hins vegar milli þeirra og annarra atvinnugreina. „Þegar tölvuleikur er búinn til tengjast til að mynda nokkrar skapandi atvinnugreinar. Við teljum möguleika fólgna í því að tengja betur þekkingu atvinnuveganna á milli og milli þeirra og hefðbundinna atvinnugreina." Þá þykir hópnum stuðning skorta við að hasla sér völl á erlendum mörkuðum þar sem kostnaður við að ná til heimsins sé gífurlegur og töluverða stærðarhagkvæmni þurfi í þeirri dreifingu. Telja þau meðal annars að hægt sé að ná henni fram með því að byggja á norrænu víddinni. Í síðasta lagi nefna þau að hvetja þurfi til fjárfestinga í skapandi atvinnugreinum.Við höfum líka rekið okkur á það aftur og aftur að samskipti milli hönnuða og hefðbundinna fyrirtækja gengur stundum brösulega. Það ríkir ákveðið viðhorfs-ójafnvægi milli atvinnulífsins og síðan listamannanna sem koma að greininni og gera hana skapandi. Þetta þyrfti að breytast."
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira