Sýn gefur út afkomuviðvörun Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. október 2025 21:55 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Anton Brink Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. „Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina,“ segir í fréttatilkynningu frá Sýn. Í sumar sameinuðust vörumerki fyrirtækisins undir nafni Sýnar. Í nýrri afkomuspá er gert ráð fyrir 280 milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu, þar af sjö milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og um 350 milljónir króna á þeim fjórða. Gert var ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn yrði á bilinu átta hundruð til þúsund milljóna króna. Einnig var gert ráð fyrir að EBITDAaL yrði um fjögur þúsund til 4.200 milljónir króna en ný afkomuspá gerir ráð fyrir að það verði um 3.450 milljónir króna. Lækka rekstrarkostnað og ráðast í skipulagsbreytingar Áfram verði horft til lækkunar á rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem á að skila sér að fullu í byrjun næsta árs samkvæmt tilkynningunni auk þess sem lokið verður við að framselja farnetsdreifikerfi Sýnar til Sendafélagsins. „Í ljósi markaðsaðstæðna og skorts á raunhæfum aðgerðum stjórnvalda til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna miðla, annars vegar gagnvart RÚV og hins vegar erlendum efnisveitum og samskiptamiðlum, er félagið að vinna að endurskoðun á tekjumódeli í tengslum við fjölmiðlarekstur félagsins,“ segir í tilkynningunni. Þá hefur nú þegar verið ráðist í skipulagsbreytingar og verður Sölu- og þjónustusvið Sýnar sameinað inn á tvö svið. Sölusvið mun sameinast Upplifun viðskiptavina undir heitinu Sölu- og markaðssvið undir stjórn Guðmundar Halldórs Björnssonar. Þjónustusvið rennur saman við mannauðssvið og mun það heita Þjónustu- og mannauðssvið. Valdís Arnórsdóttir verður framkvæmdastjóri sviðsins. Vegna þessara breytinga hefur verið gert samkomulag við Gunnar Guðjónsson um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs og fækkar því um einn í framkvæmdastjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
„Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina,“ segir í fréttatilkynningu frá Sýn. Í sumar sameinuðust vörumerki fyrirtækisins undir nafni Sýnar. Í nýrri afkomuspá er gert ráð fyrir 280 milljóna króna rekstrarhagnaði á árinu, þar af sjö milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og um 350 milljónir króna á þeim fjórða. Gert var ráð fyrir að rekstrarhagnaðurinn yrði á bilinu átta hundruð til þúsund milljóna króna. Einnig var gert ráð fyrir að EBITDAaL yrði um fjögur þúsund til 4.200 milljónir króna en ný afkomuspá gerir ráð fyrir að það verði um 3.450 milljónir króna. Lækka rekstrarkostnað og ráðast í skipulagsbreytingar Áfram verði horft til lækkunar á rekstrarkostnaði fyrirtækisins sem á að skila sér að fullu í byrjun næsta árs samkvæmt tilkynningunni auk þess sem lokið verður við að framselja farnetsdreifikerfi Sýnar til Sendafélagsins. „Í ljósi markaðsaðstæðna og skorts á raunhæfum aðgerðum stjórnvalda til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna miðla, annars vegar gagnvart RÚV og hins vegar erlendum efnisveitum og samskiptamiðlum, er félagið að vinna að endurskoðun á tekjumódeli í tengslum við fjölmiðlarekstur félagsins,“ segir í tilkynningunni. Þá hefur nú þegar verið ráðist í skipulagsbreytingar og verður Sölu- og þjónustusvið Sýnar sameinað inn á tvö svið. Sölusvið mun sameinast Upplifun viðskiptavina undir heitinu Sölu- og markaðssvið undir stjórn Guðmundar Halldórs Björnssonar. Þjónustusvið rennur saman við mannauðssvið og mun það heita Þjónustu- og mannauðssvið. Valdís Arnórsdóttir verður framkvæmdastjóri sviðsins. Vegna þessara breytinga hefur verið gert samkomulag við Gunnar Guðjónsson um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs og fækkar því um einn í framkvæmdastjórn félagsins. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira