Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2025 13:52 Tölvuteikning af Boeing 777 300-fraktþotu Air Atlanta. Air Atlanta Flugfélagið Air Atlanta í Kópavogi hefur gert langtímasamning um rekstur á tveimur Boeing 777-fraktþotum. Atlanta hafði áður tekið Boeing 777-farþegaþotur í notkun vorið 2023 og varð þá fyrst íslenskra flugfélaga til að hefja rekstur á þessum stærstu tveggja hreyfla breiðþotum heims. „Við höfum verið með Boeing 777-farþegavélar í rekstri í nokkur ár, en þessi áfangi er mikilvægt skref fyrir Air Atlanta og opnar á ný tækifæri og aðra markaði,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í fréttatilkynningu frá félaginu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason „Boeing 747 hefur verið burðarás í starfsemi okkar síðan 1993 og við höfum flogið Boeing 747-fraktflugvélum frá árinu 2001. Við reiknum með að halda áfram rekstri þeirra um ókomin ár, á meðan Boeing 777-fraktflugvélin tekur smám saman við hlutverki þeirra og styður jafnframt áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Þetta mun jafnframt styrkja rekstur Air Atlanta á Íslandi og skapa ný tækifæri fyrir fjölmarga starfsmenn félagsins,“ segir Baldvin ennfremur. Í tilkynningu Air Atlanta kemur fram að samningurinn sé í samstarfi við Fly Meta og Hungary Airlines. Samkvæmt honum muni Fly Meta fá fyrstu Boeing 777-300ERSF-vélina í nóvember næstkomandi. Hún verði rekin af Air Atlanta og leigð áfram til Hungary Airlines. Flugvélin verður fyrsta breytta Boeing 777-300ER flugvélin, sem rekin er af evrópsku flugfélagi og breytt hefur verið úr farþegavél í fraktvél. Hún verður staðsett í Búdapest og mun sinna reglulegu flugi til meginlands Kína og Hong Kong. Önnur Boeing 777-300ERSF vél mun svo bætast við reksturinn á fyrri hluta árs 2026. „Sú viðbót mun styrkja samstarfið enn frekar og festa langtímasamband allra þriggja aðila í sessi. Boeing 777-300ERSF vélin, sem einnig er þekkt sem „Big Twin“, er stærsta tveggja hreyfla fraktflutningavél heimsins og býður upp á framúrskarandi eldsneytisskilvirkni, burðargetu og flutningsrými. Vélin sameinar því þannig áreiðanleika, hagkvæmni og langdrægni sem skiptir sköpum í hröðu hagkerfi heimsins,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Air Atlanta Fréttir af flugi Ungverjaland Kína Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
„Við höfum verið með Boeing 777-farþegavélar í rekstri í nokkur ár, en þessi áfangi er mikilvægt skref fyrir Air Atlanta og opnar á ný tækifæri og aðra markaði,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í fréttatilkynningu frá félaginu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason „Boeing 747 hefur verið burðarás í starfsemi okkar síðan 1993 og við höfum flogið Boeing 747-fraktflugvélum frá árinu 2001. Við reiknum með að halda áfram rekstri þeirra um ókomin ár, á meðan Boeing 777-fraktflugvélin tekur smám saman við hlutverki þeirra og styður jafnframt áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. Þetta mun jafnframt styrkja rekstur Air Atlanta á Íslandi og skapa ný tækifæri fyrir fjölmarga starfsmenn félagsins,“ segir Baldvin ennfremur. Í tilkynningu Air Atlanta kemur fram að samningurinn sé í samstarfi við Fly Meta og Hungary Airlines. Samkvæmt honum muni Fly Meta fá fyrstu Boeing 777-300ERSF-vélina í nóvember næstkomandi. Hún verði rekin af Air Atlanta og leigð áfram til Hungary Airlines. Flugvélin verður fyrsta breytta Boeing 777-300ER flugvélin, sem rekin er af evrópsku flugfélagi og breytt hefur verið úr farþegavél í fraktvél. Hún verður staðsett í Búdapest og mun sinna reglulegu flugi til meginlands Kína og Hong Kong. Önnur Boeing 777-300ERSF vél mun svo bætast við reksturinn á fyrri hluta árs 2026. „Sú viðbót mun styrkja samstarfið enn frekar og festa langtímasamband allra þriggja aðila í sessi. Boeing 777-300ERSF vélin, sem einnig er þekkt sem „Big Twin“, er stærsta tveggja hreyfla fraktflutningavél heimsins og býður upp á framúrskarandi eldsneytisskilvirkni, burðargetu og flutningsrými. Vélin sameinar því þannig áreiðanleika, hagkvæmni og langdrægni sem skiptir sköpum í hröðu hagkerfi heimsins,“ segir í tilkynningu Air Atlanta.
Air Atlanta Fréttir af flugi Ungverjaland Kína Boeing Tengdar fréttir Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42 Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. 25. maí 2023 21:42
Hér sést risaþotan taka á loft frá Keflavíkurflugvelli Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni var í dag og flaug vélin sérstakan kveðjuhring yfir Reykjavíkursvæðinu. Forstjóri Atlanta segir þessa flugvélartegund hafa byggt upp félagið. 3. október 2024 21:31