Viðskipti innlent

Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan

Árni Sæberg skrifar
Ari Fenger er forstjóri 1912 ehf.
Ari Fenger er forstjóri 1912 ehf. Vísir/Vilhelm

Allur rekstur systurfélaganna Nathan & Olsen og Ekrunnar hefur verið sameinaður undir heitinu Nathan. 

Frá þessu greinir Ari Fenger, forstjóri móðurfélags félaganna tveggja, 1912 ehf., í færslu á samfélagsmiðlinum Linkedin.

Hann segir að hingað til hafi Nathan & Olsen verið leiðandi í vörumerkjum á snyrti- og dagvörumarkaði og Ekran sérhæft sig í þjónustu fyrir stóreldhús og matvælaiðnað. 

Móðurfélagið, 1912, verði líka hluti af þessum samruna en Emmesís verði áfram rekinn undir því heiti sem sjálfstætt félag.

„Ég er sannfærður um að þetta sé heillaskref sem hjálpar okkur að einfalda hlutina og gera þjónustuna heilt yfir enn sterkari og markvissari. Með þessu hefst nýr kafli í 113 ára sögu okkar sem hófst með stofnun Nathan & Olsen árið 1912. Ég hlakka til að skrifa næsta kafla með mínu frábæra samstarfsfólki og saman ætlum við að halda áfram að stækka með okkar viðskiptavinum.“

Móðurfélagið 1912 ehf. er í eigu Ara, systur hans Bjargar og móður þeirra Kristínar í gegnum Eignarhaldsfélagið Kolku ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×