Ríkið tekur yfir prentsmiðju 5. nóvember 2006 05:00 Það er ekki oft sem íslenska ríkið ræðst með krafti gegn íslenskum fyrirtækjum með beinum og augljósum hætti. Það gerðist þó í vikunni þegar ríkið keypti prentfyrirtækið Samskipti og opinberaði fyrirætlanir sínar um að reka það í samkeppni við önnur prentfyrirtæki hérlendis. Kaupin voru gerð undir formerkjum ríkisfyrirtækisins Íslandspósts og sögð eðlilegt skref í þeim rekstri. Til að benda á hið augljósa er póstdreifing og prentrekstur með öllu óskyldur rekstur og því um alveg ný afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja í landinu að ræða. Þessi uppkaup ríkisins á prentfyrirtæki hefur ákaflega slæmar afleiðingar. Einstaklingar sem reka fyrirtæki geta nú búist við því að ríkið hefji við þá niðurgreiddan samkeppnisrekstur hvenær sem er. Hvenær mun til dæmis RÚV kaupa bíóhús og hefja rekstur eða ÁTVR kaupa gosdrykkja- og ávaxtasafaverksmiðju og hefja framleiðslu? Það er ótækt að einstaklingarnir í landinu sem leggja sig allir fram við að sinna rekstri sínum þurfi stanslaust að óttast innkomu ríkisins á markaðinn þar sem niðurgreidd þjónusta er veitt. Einstaklingar geta ekki tekið fé af fólki með sköttum og lagt í rekstur fyrirtækja sinna. Það getur hins vegar íslenska ríkið, eigandi Íslandspósts og nú Samskipta, gert ef reksturinn gengur ekki sem skyldi. Þessa þróun þarf að stöðva. Stefna ætti að því að selja Íslandspóst og Samskipti til fjárfesta sem hafa áhuga á að reka fyrirtækin á frjálsum markaði. Íslensk prentfyrirtæki hafa staðið sig vel í rekstri og skipta þau tugum ef ekki hundruðum sem starfa hérlendis. Alls engin þörf er á ríkisprentsmiðju og duga gömlu þjóðnýtingarrökin um að uppkaupin séu aukin þjónusta við neytendur því skammt. Með sömu rökum gæti ríkið einfaldlega tekið yfir allan rekstur í landinu líkt og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Vikið var frá þeirri stefnu hérlendis um 1990 og hefur Ísland notið mestu hagsældartíma í Íslandssögunni síðan. Ísland er frjálst land. Hér hefur ríkt gott rekstrarumhverfi, skattar hafa verið lágir, auðvelt hefur verið að stofna fyrirtæki og einstaklingarnir hafa haft mikil tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til hagsbóta í sínum rekstri. Slíkt skipulag er skipulag árangurs sem ber ávöxt. Sovétskipulagið bar engan ávöxt. Stefna ætti því að frjálsara skipulagi og draga úr umfangi ríkisins. Slík stefna bætir allra hag. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er ekki oft sem íslenska ríkið ræðst með krafti gegn íslenskum fyrirtækjum með beinum og augljósum hætti. Það gerðist þó í vikunni þegar ríkið keypti prentfyrirtækið Samskipti og opinberaði fyrirætlanir sínar um að reka það í samkeppni við önnur prentfyrirtæki hérlendis. Kaupin voru gerð undir formerkjum ríkisfyrirtækisins Íslandspósts og sögð eðlilegt skref í þeim rekstri. Til að benda á hið augljósa er póstdreifing og prentrekstur með öllu óskyldur rekstur og því um alveg ný afskipti ríkisins af rekstri fyrirtækja í landinu að ræða. Þessi uppkaup ríkisins á prentfyrirtæki hefur ákaflega slæmar afleiðingar. Einstaklingar sem reka fyrirtæki geta nú búist við því að ríkið hefji við þá niðurgreiddan samkeppnisrekstur hvenær sem er. Hvenær mun til dæmis RÚV kaupa bíóhús og hefja rekstur eða ÁTVR kaupa gosdrykkja- og ávaxtasafaverksmiðju og hefja framleiðslu? Það er ótækt að einstaklingarnir í landinu sem leggja sig allir fram við að sinna rekstri sínum þurfi stanslaust að óttast innkomu ríkisins á markaðinn þar sem niðurgreidd þjónusta er veitt. Einstaklingar geta ekki tekið fé af fólki með sköttum og lagt í rekstur fyrirtækja sinna. Það getur hins vegar íslenska ríkið, eigandi Íslandspósts og nú Samskipta, gert ef reksturinn gengur ekki sem skyldi. Þessa þróun þarf að stöðva. Stefna ætti að því að selja Íslandspóst og Samskipti til fjárfesta sem hafa áhuga á að reka fyrirtækin á frjálsum markaði. Íslensk prentfyrirtæki hafa staðið sig vel í rekstri og skipta þau tugum ef ekki hundruðum sem starfa hérlendis. Alls engin þörf er á ríkisprentsmiðju og duga gömlu þjóðnýtingarrökin um að uppkaupin séu aukin þjónusta við neytendur því skammt. Með sömu rökum gæti ríkið einfaldlega tekið yfir allan rekstur í landinu líkt og tíðkaðist í Sovétríkjunum sálugu. Vikið var frá þeirri stefnu hérlendis um 1990 og hefur Ísland notið mestu hagsældartíma í Íslandssögunni síðan. Ísland er frjálst land. Hér hefur ríkt gott rekstrarumhverfi, skattar hafa verið lágir, auðvelt hefur verið að stofna fyrirtæki og einstaklingarnir hafa haft mikil tækifæri til að nýta krafta sína öðrum til hagsbóta í sínum rekstri. Slíkt skipulag er skipulag árangurs sem ber ávöxt. Sovétskipulagið bar engan ávöxt. Stefna ætti því að frjálsara skipulagi og draga úr umfangi ríkisins. Slík stefna bætir allra hag. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun