Bráðavakt varnarlausra villidýra 19. október 2006 06:15 Grænlandsfálki með bólginn fót Þegar þessir fallegu fuglar villast af leið er það þrautalending þeirra að lenda á skipum. Það eru því helst sjómenn sem þeim koma til bjargar. Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum. Innlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum.
Innlent Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira