Margmenni kvaddi Hval 9 við brottför 18. október 2006 07:30 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti. Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti.
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira