Illa gengur að ná tölum í hús 5. október 2006 07:15 Á fundi Viðskiptaráðs á Þriðjudag Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Illugi Gunnarsson hagfræðingur og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á morgunfundi um stöðu krónunnar. MYND/GVA Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann. Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Ónæg gögn hafa gert Seðlabankanum erfiðara fyrir í mörkun peningastefnu, en endanlegir þjóðhagsreikningar eru eins og hálfs árs gamlir þegar þeir liggja endanlega fyrir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, nefndi þetta sem dæmi á fundi Viðskiptaráðs um krónuna og peningastjórn í byrjun vikunnar. Arnór segir að því fyrr sem bankinn fái gögn í hendur, þeim mun betra sé það, en ákveðnir þættir valdi því að dráttur verði á. Þannig geti dregist að ársreikningar fyrirtækja liggi fyrir og búið sé að vinna úr þeim. Síðan hefur íbúðafjárfesting líka verið endurskoðuð verulega upp á við, bætir hann við, en áréttar um leið að Ísland sé langt frá því eina landið sem breyta þurfi verulega sínum áætlunum. Þá sé ekki við Hagstofuna eina að sakast því Seðlabankinn hafi sjálfur þurft að endurskoða tölur um þjónustuútflutning. Eftir því sem viðskipti milli landa hafi orðið frjálsari segir hann að dregið hafi úr áreiðanleika upplýsinga um sölu þjónustu milli landa. Stefán Þór Jansen, deildarstjóri á þjóðhagsreikningadeild Hagstofunnar, segir að skil á gögnum til Hagstofunnar verði meðal þess sem rætt verði á morgun á fundi með notendum þjóðhagsreikninga. Þar á meðal eru fulltrúar greiningardeilda, ráðuneyta, Seðlabankans og fleiri. Hann segir ljóst að Hagstofan hafi áhuga á að leita leiða til að flýta innsendingu gagna og nefnir að sérstaklega hafi gengið illa að fá upplýsingar um byggingu húsnæðis. Enginn virðist hafa umboð til að reka á eftir byggingafulltrúum að taka út íbúðir. Árstölurnar eru í lagi en innan ársins ekki, segir hann og telur að Fasteignamat þurfi að ýta á byggingafulltrúa í þessum efnum. Hann segir atvinnuhúsnæði skila sér ótrúlega illa inn hjá Fasteignamatinu. Við erum í vandræðum með að halda utan um allar þessar byggingar. Stefán Þór segir hagstofuna hafa áhuga á að kanna hvort efla megi og flýta gagnaöflun, til dæmis með því að flýta skilum ársreikninga fyrirtækja eða herða á útttektum nýbygginga og bjóst við að það yrði tekið upp við fjármálaráðuneytið og Seðlabankann.
Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira