Leikur Sacramento Kings og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV í nótt. Staða þessara liða er mjög ólík, því lið Sacramento á mjög erfitt uppdráttar í vetur, liðið fékk til sín marga nýja leikmenn í sumar og svo hafa meiðsli sett svip sinn á leik liðsins. Allt gengur hinsvegar í haginn hjá Dallas, sem hefur náð frábærum árangri þrátt fyrir að hafa enn ekki geta stillt upp sínu sterkasta liði í vetur.
Mike Bibby er stigahæstur leikmanna Sacramento með tæp 19 stig að meðaltali í leik, en Dirk Nowitzki er jafnan atkvæðamestur í liði Dallas. Hann skorar að meðaltali tæp 26 stig í leik og hirðir rúm 9 fráköst.
Dallas hefur unnið 18 leiki í deildarkeppninni í vetur og hefur tapað aðeins 7, en Sacramento hefur unnið 10 leiki og tapað 15. Leikur kvöldsins byrjar klukkan 03:30