Kobe Bryant skoraði 62 stig í þremur leikhlutum 21. desember 2005 12:16 Kobe Bryant blæs hér á puttana á sér til að kæla þá og glottir til áhorfenda, eftir að hafa skorað 62 stig á aðeins 33 mínútum. Kobe Bryant fór hamförum með liði LA Lakers í auðveldum 112-90 sigri á Dallas, þar sem hann skoraði 62 stig í aðeins þremur leikhlutum og setti á svið einhverja mestu skotsýningu í sögu deildarinnar. Hann skoraði 30 stig í þriðja leikhlutanum einum, en það er það mesta í einum fjórðung í sögu LA Lakers og Bryant hafði skorað fleiri stig eftir þrjá fjórðunga en allt Dallas-liðið til samans. Cleveland burstaði Utah Jazz 110-85. LeBron James skoraði 25 stig fyrir Cleveland en Gordan Gircek var með 16 hjá Utah. Detroit sigraði Portland 93-89. Zach Randolph var með 37 stig hjá Portland, en Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit. Miami sigraði Atlanta 111-92. Shaquille O´Neal skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst hjá Miami, en nýliðinn Marvin Williams skoraði 26 stig fyrir Atlanta. New Jersey sigraði LA Clippers 99-85. Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey, en Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Clippers. Milwaukee lagði San Antonio í framlengingu 109-107 þar sem nýliðinn Andrew Bogut skoraði sigurkörfu Milwaukee á lokasekúndunni. Tim Duncan skoraði 34 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio, en Mo Williams skoraði 28 stig fyrir Milwaukee. Charlotte lagði Chicago á útivelli 105-92. Raymond Felton skoraði 21 stig fyrir Charlotte, en Chris Duhon og Othella Harrington skoruðu 16 hvor fyrir Chicago. Loks vann Phoenix aðveldan sigur á Seattle 111-83. Shawn Marion skoraði 28 stig fyrir Phoenix, en Ray Allen var með 26 hjá Seattle. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sjá meira
Kobe Bryant fór hamförum með liði LA Lakers í auðveldum 112-90 sigri á Dallas, þar sem hann skoraði 62 stig í aðeins þremur leikhlutum og setti á svið einhverja mestu skotsýningu í sögu deildarinnar. Hann skoraði 30 stig í þriðja leikhlutanum einum, en það er það mesta í einum fjórðung í sögu LA Lakers og Bryant hafði skorað fleiri stig eftir þrjá fjórðunga en allt Dallas-liðið til samans. Cleveland burstaði Utah Jazz 110-85. LeBron James skoraði 25 stig fyrir Cleveland en Gordan Gircek var með 16 hjá Utah. Detroit sigraði Portland 93-89. Zach Randolph var með 37 stig hjá Portland, en Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit. Miami sigraði Atlanta 111-92. Shaquille O´Neal skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst hjá Miami, en nýliðinn Marvin Williams skoraði 26 stig fyrir Atlanta. New Jersey sigraði LA Clippers 99-85. Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey, en Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst hjá Clippers. Milwaukee lagði San Antonio í framlengingu 109-107 þar sem nýliðinn Andrew Bogut skoraði sigurkörfu Milwaukee á lokasekúndunni. Tim Duncan skoraði 34 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio, en Mo Williams skoraði 28 stig fyrir Milwaukee. Charlotte lagði Chicago á útivelli 105-92. Raymond Felton skoraði 21 stig fyrir Charlotte, en Chris Duhon og Othella Harrington skoruðu 16 hvor fyrir Chicago. Loks vann Phoenix aðveldan sigur á Seattle 111-83. Shawn Marion skoraði 28 stig fyrir Phoenix, en Ray Allen var með 26 hjá Seattle.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sjá meira