Allen Iverson skoraði 43 stig og Kyle Korver jafnaði presónulegt stigamet með 26 stigum fyrir Philadelphia 76ers í NBA körfuboltanum í nótt þegar liðið batt enda á fjögurra leikja samfellda ósigurgöngu sína með 119-115 sigri á Charlotte Bobcats. 10 leikir fóru fram í deildinni í nótt.
Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir LA Lakers sem vann sigur á Chicago Bulls, 93-80 og hinn þýski Dirk Nowitzki skoraði 35 stig fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Memphis Grizzlies 90-83.
Úrslit næturinnar urðu eftirfarandi:
Charlotte - Philadelphia 115-119
New Jersey - Cleveland 109-100
Denver - Miami 100-92
Dallas - Memphis 90-83
LA Lakers - Chicago 93-80
Boston - San Antonio 89-101
Seattle - Utah 106-90
New York - Phoenix 81-85
New Orleans (Oklahoma) - Portland 95-98
Detroit - Golden State 106-103
Iverson með 43 stig

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti