Sjötti sigur Phoenix í röð 5. desember 2005 15:30 Hér takast þeir í hendur fyrir leikinn í gær fyrrum félagarnir hjá Phoenix, Joe Johnson og Steve Nash NordicPhotos/GettyImages Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 23 stig, en hann ákvað að skrifa undir samning hjá Atlanta í sumar og ná sér í stærri samning en hann hefði geta fengið hjá Phoenix, en þarf líklega að sætta sig við að vera í kjallara deildarinnar í staðinn. James Jones og Shawn Marion skoruðu 20 stig í liði Phoenix. Boston vann New York með 102 stigum gegn 99. Stephon Marbury skoraði 35 stig fyrir New York, en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston, sem vann þriðja leik sinn í röð. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle sem vann sinn þriðja leik í röð þegar það skellti Indiana 107-102. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Indiana. Utah lagði Portland á útivelli 98-93. Mehmet Okur skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Sebastian Telfair og Ruben Patterson voru með 19 stig hjá Portland, sem lék án Darius Miles sem er meiddur á hné. Minnesota vann góðan útisigur á Sacramento 85-77. Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento með 14 stig, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Loks vann LA Lakers nauman sigur á Charlotte á heimavelli sínum 99-98, þar sem Charlotte klúðraði unnum leik með því að klikka á vítalínunni í blálokin. Kobe Bryant var að venju stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en hitti skelfilega eins og undanfarið - nýtti aðeins 9 af 30 skotum sínum utan af velli. Melvin Ely átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Charlotte og skoraði 20 stig og hitti mjög vel. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Sjá meira
Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 23 stig, en hann ákvað að skrifa undir samning hjá Atlanta í sumar og ná sér í stærri samning en hann hefði geta fengið hjá Phoenix, en þarf líklega að sætta sig við að vera í kjallara deildarinnar í staðinn. James Jones og Shawn Marion skoruðu 20 stig í liði Phoenix. Boston vann New York með 102 stigum gegn 99. Stephon Marbury skoraði 35 stig fyrir New York, en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston, sem vann þriðja leik sinn í röð. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle sem vann sinn þriðja leik í röð þegar það skellti Indiana 107-102. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Indiana. Utah lagði Portland á útivelli 98-93. Mehmet Okur skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Sebastian Telfair og Ruben Patterson voru með 19 stig hjá Portland, sem lék án Darius Miles sem er meiddur á hné. Minnesota vann góðan útisigur á Sacramento 85-77. Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento með 14 stig, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Loks vann LA Lakers nauman sigur á Charlotte á heimavelli sínum 99-98, þar sem Charlotte klúðraði unnum leik með því að klikka á vítalínunni í blálokin. Kobe Bryant var að venju stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en hitti skelfilega eins og undanfarið - nýtti aðeins 9 af 30 skotum sínum utan af velli. Melvin Ely átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Charlotte og skoraði 20 stig og hitti mjög vel.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Sjá meira