Fimmti sigur Phoenix í röð 3. desember 2005 14:15 Eddie House var mikil vítamínssprauta af varamannabekknum hjá Phoenix í nótt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Toronto lagði Atlanta í uppgjöri botnliðanna 102-101. Chris Bosh var með 20 stig fyrir Toronto, en Joe Johnson skoraði 34 fyrir Atlanta. Mo Williams átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann skoraði 34 stig fyrir Milwaukee og skoraði sigurkörfuna í lokin þegar lið hans skellti Washington 105-102. Gilbert Arenas skoraði 34 fyrir Washington. Chicago sigraði Boston 106-102. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago en Paul Pierce var með 43 stig og 11 fráköst fyrir Boston. New Orleans sigraði Philadelphia 88-86 eftir að hafa verið langt undir þegar skammt var til leiksloka. David West var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig og skoraði sigurkörfu liðsins í lokin. Allen Iverson skoraði 34 stig fyrir Philadelphia, sem hefur tapað sex af átta síðustu leikjum sínum á meðan New Orleans hefur unnið sex af átta. Detroit Pistons tóku fyrrum þjálfara sinn Larry Brown og lið hans New York engum vettlingatökum í endurkomu hans til Bílaborgarinnar. Detroit vann auðveldan sigur 106-98 og hélt New York í aðeins 8 stigum í þriðja leikhluta, þegar úrslitin voru þegar ráðin. Rip Hamilton var frábær hjá Detroit og skoraði 40 stig, en Jamal Crawford skoraði 22 fyrir New York. Memphis vann auðveldan sigur á Orlando 91-69, en Orlando var án Steve Francis í leiknum. Mike Miller skoraði 25 stig gegn sínum gömlu félögum, en DeShawn Stevenson skoraði 22 stig fyrir Orlando. Indiana vann auðveldan útisigur á Portland 98-78. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst hjá Indiana, en Jarrett Jack skoraði 15 stig af varamannabekk Portland. Miami lagði Sacramento á útivelli 98-87. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, en Brad Miller var með 18 stig og 15 fráköst hjá Sacramento. Golden State sigraði Charlotte í sjónvarpsleiknum á NBA TV 107-100. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en hjá Bobcats var Emeka Okafor með 19 stig og 10 fráköst og Brevin Knight skoraði einnig 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Minnesota sigraði LA Lakers 113-108 eftir að Lakers var með leikinn í hendi sér lengst af, en Minnesota vann lokafjórðunginn 39-26. Wally Szcerbiak skoraði 34 stig fyrir Minnesota og Lamar Odom skoraði 24 fyrir Lakers. Loks vann Seattle góðan sigur á Cleveland 115-108. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle, en LeBron James var með 34 fyrir Cleveland. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Toronto lagði Atlanta í uppgjöri botnliðanna 102-101. Chris Bosh var með 20 stig fyrir Toronto, en Joe Johnson skoraði 34 fyrir Atlanta. Mo Williams átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann skoraði 34 stig fyrir Milwaukee og skoraði sigurkörfuna í lokin þegar lið hans skellti Washington 105-102. Gilbert Arenas skoraði 34 fyrir Washington. Chicago sigraði Boston 106-102. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago en Paul Pierce var með 43 stig og 11 fráköst fyrir Boston. New Orleans sigraði Philadelphia 88-86 eftir að hafa verið langt undir þegar skammt var til leiksloka. David West var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig og skoraði sigurkörfu liðsins í lokin. Allen Iverson skoraði 34 stig fyrir Philadelphia, sem hefur tapað sex af átta síðustu leikjum sínum á meðan New Orleans hefur unnið sex af átta. Detroit Pistons tóku fyrrum þjálfara sinn Larry Brown og lið hans New York engum vettlingatökum í endurkomu hans til Bílaborgarinnar. Detroit vann auðveldan sigur 106-98 og hélt New York í aðeins 8 stigum í þriðja leikhluta, þegar úrslitin voru þegar ráðin. Rip Hamilton var frábær hjá Detroit og skoraði 40 stig, en Jamal Crawford skoraði 22 fyrir New York. Memphis vann auðveldan sigur á Orlando 91-69, en Orlando var án Steve Francis í leiknum. Mike Miller skoraði 25 stig gegn sínum gömlu félögum, en DeShawn Stevenson skoraði 22 stig fyrir Orlando. Indiana vann auðveldan útisigur á Portland 98-78. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst hjá Indiana, en Jarrett Jack skoraði 15 stig af varamannabekk Portland. Miami lagði Sacramento á útivelli 98-87. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, en Brad Miller var með 18 stig og 15 fráköst hjá Sacramento. Golden State sigraði Charlotte í sjónvarpsleiknum á NBA TV 107-100. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en hjá Bobcats var Emeka Okafor með 19 stig og 10 fráköst og Brevin Knight skoraði einnig 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Minnesota sigraði LA Lakers 113-108 eftir að Lakers var með leikinn í hendi sér lengst af, en Minnesota vann lokafjórðunginn 39-26. Wally Szcerbiak skoraði 34 stig fyrir Minnesota og Lamar Odom skoraði 24 fyrir Lakers. Loks vann Seattle góðan sigur á Cleveland 115-108. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle, en LeBron James var með 34 fyrir Cleveland.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira