Fimmti sigur Phoenix í röð 3. desember 2005 14:15 Eddie House var mikil vítamínssprauta af varamannabekknum hjá Phoenix í nótt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Toronto lagði Atlanta í uppgjöri botnliðanna 102-101. Chris Bosh var með 20 stig fyrir Toronto, en Joe Johnson skoraði 34 fyrir Atlanta. Mo Williams átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann skoraði 34 stig fyrir Milwaukee og skoraði sigurkörfuna í lokin þegar lið hans skellti Washington 105-102. Gilbert Arenas skoraði 34 fyrir Washington. Chicago sigraði Boston 106-102. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago en Paul Pierce var með 43 stig og 11 fráköst fyrir Boston. New Orleans sigraði Philadelphia 88-86 eftir að hafa verið langt undir þegar skammt var til leiksloka. David West var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig og skoraði sigurkörfu liðsins í lokin. Allen Iverson skoraði 34 stig fyrir Philadelphia, sem hefur tapað sex af átta síðustu leikjum sínum á meðan New Orleans hefur unnið sex af átta. Detroit Pistons tóku fyrrum þjálfara sinn Larry Brown og lið hans New York engum vettlingatökum í endurkomu hans til Bílaborgarinnar. Detroit vann auðveldan sigur 106-98 og hélt New York í aðeins 8 stigum í þriðja leikhluta, þegar úrslitin voru þegar ráðin. Rip Hamilton var frábær hjá Detroit og skoraði 40 stig, en Jamal Crawford skoraði 22 fyrir New York. Memphis vann auðveldan sigur á Orlando 91-69, en Orlando var án Steve Francis í leiknum. Mike Miller skoraði 25 stig gegn sínum gömlu félögum, en DeShawn Stevenson skoraði 22 stig fyrir Orlando. Indiana vann auðveldan útisigur á Portland 98-78. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst hjá Indiana, en Jarrett Jack skoraði 15 stig af varamannabekk Portland. Miami lagði Sacramento á útivelli 98-87. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, en Brad Miller var með 18 stig og 15 fráköst hjá Sacramento. Golden State sigraði Charlotte í sjónvarpsleiknum á NBA TV 107-100. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en hjá Bobcats var Emeka Okafor með 19 stig og 10 fráköst og Brevin Knight skoraði einnig 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Minnesota sigraði LA Lakers 113-108 eftir að Lakers var með leikinn í hendi sér lengst af, en Minnesota vann lokafjórðunginn 39-26. Wally Szcerbiak skoraði 34 stig fyrir Minnesota og Lamar Odom skoraði 24 fyrir Lakers. Loks vann Seattle góðan sigur á Cleveland 115-108. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle, en LeBron James var með 34 fyrir Cleveland. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sjá meira
Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Í sjónvarpsleiknum á Sýn tók Phoenix á móti Denver og vann góðan sigur 102-97. Shawn Marion skoraði 22 stig fyrir Phoenix, en Marcus Camby var frábær í liði Denver og skoraði 33 stig og hirti 20 fráköst. Toronto lagði Atlanta í uppgjöri botnliðanna 102-101. Chris Bosh var með 20 stig fyrir Toronto, en Joe Johnson skoraði 34 fyrir Atlanta. Mo Williams átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann skoraði 34 stig fyrir Milwaukee og skoraði sigurkörfuna í lokin þegar lið hans skellti Washington 105-102. Gilbert Arenas skoraði 34 fyrir Washington. Chicago sigraði Boston 106-102. Luol Deng skoraði 28 stig fyrir Chicago en Paul Pierce var með 43 stig og 11 fráköst fyrir Boston. New Orleans sigraði Philadelphia 88-86 eftir að hafa verið langt undir þegar skammt var til leiksloka. David West var stigahæstur hjá New Orleans með 22 stig og skoraði sigurkörfu liðsins í lokin. Allen Iverson skoraði 34 stig fyrir Philadelphia, sem hefur tapað sex af átta síðustu leikjum sínum á meðan New Orleans hefur unnið sex af átta. Detroit Pistons tóku fyrrum þjálfara sinn Larry Brown og lið hans New York engum vettlingatökum í endurkomu hans til Bílaborgarinnar. Detroit vann auðveldan sigur 106-98 og hélt New York í aðeins 8 stigum í þriðja leikhluta, þegar úrslitin voru þegar ráðin. Rip Hamilton var frábær hjá Detroit og skoraði 40 stig, en Jamal Crawford skoraði 22 fyrir New York. Memphis vann auðveldan sigur á Orlando 91-69, en Orlando var án Steve Francis í leiknum. Mike Miller skoraði 25 stig gegn sínum gömlu félögum, en DeShawn Stevenson skoraði 22 stig fyrir Orlando. Indiana vann auðveldan útisigur á Portland 98-78. Jermaine O´Neal skoraði 27 stig og hirti 15 fráköst hjá Indiana, en Jarrett Jack skoraði 15 stig af varamannabekk Portland. Miami lagði Sacramento á útivelli 98-87. Dwayne Wade skoraði 27 stig fyrir Miami, en Brad Miller var með 18 stig og 15 fráköst hjá Sacramento. Golden State sigraði Charlotte í sjónvarpsleiknum á NBA TV 107-100. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en hjá Bobcats var Emeka Okafor með 19 stig og 10 fráköst og Brevin Knight skoraði einnig 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Minnesota sigraði LA Lakers 113-108 eftir að Lakers var með leikinn í hendi sér lengst af, en Minnesota vann lokafjórðunginn 39-26. Wally Szcerbiak skoraði 34 stig fyrir Minnesota og Lamar Odom skoraði 24 fyrir Lakers. Loks vann Seattle góðan sigur á Cleveland 115-108. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Seattle, en LeBron James var með 34 fyrir Cleveland.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sjá meira