McGrady sneri aftur og færði Houston sigur 30. nóvember 2005 14:00 Tracy McGrady er liði Houston greinilega óendanlega mikilvægur, því liðið hefur ekki unnið leik án hans í vetur NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira