Arsenal 2-0 yfir í hálfleik

Nú er kominn háfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur 2-0 yfir í hálfleik gegn Sunderland. Robin van Persie og Thierry Henry skoruðu mörk Arsenal. Blackburn hefur 2-1 yfir gegn Charlton, Fulham hefur yfir 2-1 gegn Manchester City og jafnt er hjá Newcastle og Birmingham, sem og í leik West Ham og West Brom.