Ashley Cole í sögubækurnar? 3. september 2005 00:01 Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira
Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal og sektaður um 75.000 pund. Í knattspyrnulögum segir að félag megi ekki setja sig í samband við samningsbundinn leikmann án leyfis viðkomandi félags leikmannsins. Cole og lögfræðingar hans standa í þeirri meiningu að enginn munur sé á knattspyrnumanni og venjulegum starfsmanni almenns fyrirtækis sem megi fara í atvinnuviðtöl hjá öðrum fyrirtækjum. Þessar reglur hamli því venjulegum mannréttindum starfsmanns, í tilfelli Cole, "starfsmanni" Arsenal. Þessu hafnar enska knattspyrnusambandið alfarið og segir að Cole sé ekki einu sinni heimilt að áfrýja þessum dómi til Gerðardóms. Aganefndin hafði upphaflega sektað Cole um 100.000 pund en lækkaði sektina í kjölfar áfrýjunar. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var einnig sektaður um 200.000 pund en sektin lækkuð niður í 75.000 pund í kjölfar áfrýjunar. Gerðardómur, eða "Court of Arbitration" er staðsettur í Lausanne í Sviss og var settur á laggirnar á 9. áratugnum til þess að taka á málum innan knattspyrnunnar. Einn frægasti úrskurður Gerðardómsins eru lagabreytingar sem belgíski knatspyrnumaðurinn John Bosman fékk í gegn í upphafi 10. áratugarins. Þessi tilraun Ashley Cole þykir svipa mjög til máls Bosman en eftir honum er Bosman reglan fræga nefnd sem gerir leikmönnum kleift að leita sér frjálst að öðru félagi að samningstímabili loknu. Áður fyrr var leikmanni ekki heimilt að yfirgefa félag þrátt fyrir að samningur hans væri útrunninn og var það í höndum viðkomandi félags hvort og hvert leikmaðurinn yrði seldur. Takist Cole og lögfræðingum hans að fá dómnum hnekkt markar það brot í sögu knattspyrnunnar. Þá myndi líklega svokölluð "Cole-regla" því taka gildi sem gerði knattspyrnufélögum kleift að stunda batjaldamakk með samningsbundnum leikmönnum.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu Sjá meira