Burðarási skipt upp Hafliði Helgasan skrifar 11. ágúst 2005 00:01 Eimskipafélagið í þeirri mynd sem menn þekktu það á síðari hluta 20. aldar heyrir nú sögunni til. Eimskipafélagið var fyrsta stóra almenningshlutafélagið með þúsundir hluthafa. Það var enda kallað óskabarn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu hlutverki í tengingu landsins við umheiminn. Skipafélagið er reyndar ennþá til, en er ekki lengur með kennitölu almenningshlutafélagsins. Burðarás tók við kennitölunni fyrir rúmu ári, en Burðarás hefur nú runnið inn í Straum og eignir þess skipst milli Straums og Landsbankans. Hluthafarnir fylgdu með og Landsbankinn og Straumur hafa fengið í sinn hóp þá fjölmörgu sem voru í hópi hluthafa Eimskipafélagsins sáluga. Nú eru væntanlega einhverjir sem gráta þessi örlög félagsins. Ýmsum þykir hafa verið gengið af virðingarleysi um þennan öldung í hópi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru þeir sem telja að för Björgólfsfeðga hafi alltaf snúist um að ganga milli bols og höfuðs á skipafélaginu. Eimskipafélagið var helsti keppinautur Hafskips á sínum tíma og elduðu þáverandi stjórnendur félagsins og Hafskipsmenn grátt silfur saman. Menn geta svo sem haft sínar kenningar um hvert ferðinni var heitið þegar eignum Kolkrabbans var skipt milli Straums, Íslandsbanka og Björgólfsfeðga. Hinu verður ekki á móti mælt að þessi uppskipti leystu ýmsa krafta úr læðingi og hluthafar félagsins högnuðust vel á þeim hræringum sem fylgdu í kjölfarið. Sínum augum lítur hver silfrið og ljóst að hræringarnar urðu til þess að hleypa lífi í hlutabréfamarkaðinn eins og Björgólfur Guðmundsson boðaði. Hann boðaði reyndar einnig að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl. Það er umdeilanlegt hvort eignatengslin séu einfaldari nú en þau voru áður. Hitt er ljóst að aðrir halda um þræðina nú en gerðu það fyrir rúmum tveimur árum. Þær breytingar sem orðnar eru á eignarhaldi í viðskiptalífinu urðu vegna þess að menn með mikla peninga og sterkar skoðanir á möguleikum á markaðnum létu til sín taka. Þau skoðanaskipti hafa farið fram á hlutabréfamarkaðnum, sem er dómari í þessum leik. Þeir sem hafa selt eignirnar hafa hagnast vel. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort þeir sem keyptu hafa gert góð kaup. haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Eimskipafélagið í þeirri mynd sem menn þekktu það á síðari hluta 20. aldar heyrir nú sögunni til. Eimskipafélagið var fyrsta stóra almenningshlutafélagið með þúsundir hluthafa. Það var enda kallað óskabarn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu hlutverki í tengingu landsins við umheiminn. Skipafélagið er reyndar ennþá til, en er ekki lengur með kennitölu almenningshlutafélagsins. Burðarás tók við kennitölunni fyrir rúmu ári, en Burðarás hefur nú runnið inn í Straum og eignir þess skipst milli Straums og Landsbankans. Hluthafarnir fylgdu með og Landsbankinn og Straumur hafa fengið í sinn hóp þá fjölmörgu sem voru í hópi hluthafa Eimskipafélagsins sáluga. Nú eru væntanlega einhverjir sem gráta þessi örlög félagsins. Ýmsum þykir hafa verið gengið af virðingarleysi um þennan öldung í hópi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru þeir sem telja að för Björgólfsfeðga hafi alltaf snúist um að ganga milli bols og höfuðs á skipafélaginu. Eimskipafélagið var helsti keppinautur Hafskips á sínum tíma og elduðu þáverandi stjórnendur félagsins og Hafskipsmenn grátt silfur saman. Menn geta svo sem haft sínar kenningar um hvert ferðinni var heitið þegar eignum Kolkrabbans var skipt milli Straums, Íslandsbanka og Björgólfsfeðga. Hinu verður ekki á móti mælt að þessi uppskipti leystu ýmsa krafta úr læðingi og hluthafar félagsins högnuðust vel á þeim hræringum sem fylgdu í kjölfarið. Sínum augum lítur hver silfrið og ljóst að hræringarnar urðu til þess að hleypa lífi í hlutabréfamarkaðinn eins og Björgólfur Guðmundsson boðaði. Hann boðaði reyndar einnig að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl. Það er umdeilanlegt hvort eignatengslin séu einfaldari nú en þau voru áður. Hitt er ljóst að aðrir halda um þræðina nú en gerðu það fyrir rúmum tveimur árum. Þær breytingar sem orðnar eru á eignarhaldi í viðskiptalífinu urðu vegna þess að menn með mikla peninga og sterkar skoðanir á möguleikum á markaðnum létu til sín taka. Þau skoðanaskipti hafa farið fram á hlutabréfamarkaðnum, sem er dómari í þessum leik. Þeir sem hafa selt eignirnar hafa hagnast vel. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort þeir sem keyptu hafa gert góð kaup. haflidi@frettabladid.is
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar