Fuglaflensuveiran er hér 25. maí 2005 00:01 "Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
"Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira