Bara aðeins pínu eitt enn Hafliði Helgason skrifar 11. maí 2005 00:01 Það er mikill áhugi á að byggjá álver á Íslandi og fram til þessa hefur verið mikill áhugi á að þau verði byggð á Íslandi. Álútflutningur frá Íslandi mun stóraukast á næstunni og við það eykst útflutningur á orku. Álútflutningur er nefnilega að stærstum hluta til útflutningur á orku. Hráefnið sem er ásamt orkunni stærsti kostnaðarliðurinn er innflutt. Álver skapa líka tiltölulega þokkalega borguð störf fyrir ófaglærða, rafiðnaðarmenn, stjórnendur og verkfræðinga. Þar með er nánast allt upp talið. Miklar fjárfestingar í stjóriðjunni á skömmum tíma hafa hins vegar ýmsa galla í för með sér. Á meðan á framkvæmdum stendur styrkist krónan og eftirspurn eftir vinnuafli eykst. Á slíkum tímabilum er erfitt að vera sprotafyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þar við bætist að útflutningur álsins í framhaldinu styður við styrk krónunnar og gerir öðrum mögulegum útflutningsgreinum erfitt fyrir. Þar getur jafnvel verið um að ræða greinar sem krefjast vinnuafls með meiri menntun og greiðir hærri laun en hráefnaiðnaður eins og álframleiðslan. Þetta ástand hefur verið nefnt hollenska veikin, en gasuppsprettur Hollendinga léku efnahagslíf þeirra grátt. "To much of a good thing can be wonderful," sagði Mae West og vissulega má það til sanns vegar færa. Það er allavega ljóst að við njótum nú um stundir þess að blóðsykurinn er í háu gildi í blóðrás efnahagslífsins. Hættan liggur hins vegar í því að sykurfallið verði hratt og krefjist þá meiri sætinda í formi nýrra framkvæmda. Nýtt álver gæti því hentað vel stjórnvöldum sem vilja ekki hraða niðursveiflu efnahagslífsins í aðdraganda kosninga. Of langt tímabil slíkrar inngjafar í efnahagslífið er þó líklega til þess fallið að draga úr hagvexti og hagsæld þegar til lengri tíma er litið. Með slíku áframhaldi gætu aðrar útflutningsgreinar farið illa og lífvænleg fyrirtæki lagt upp laupana. Þá væri líklega betra heima setið, en af stað farið í stóriðjuframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin segir núna: "bara eitt enn," eins og þegar maður seilist í einn lakkrís í pokanum. Hættan er bara sú að maður seilist í einn í viðbót og svo koll af kolli þar til allt er uppurið. Slíku fylgir gjarnan vindgangur, magapína og skert matarlyst á því sem stuðlar frekar að heilsu manns og þreki. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að sígandi lukka sé best og að þeim þjóðum vegni best sem rækta mannauð sinn og örva frjáls viðskipti. Fjárfestingum í stóriðju ætti því að stilla í hóf og ekki víst að það sé skynsamlegt í bili að fara í eitt álver enn. haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mikill áhugi á að byggjá álver á Íslandi og fram til þessa hefur verið mikill áhugi á að þau verði byggð á Íslandi. Álútflutningur frá Íslandi mun stóraukast á næstunni og við það eykst útflutningur á orku. Álútflutningur er nefnilega að stærstum hluta til útflutningur á orku. Hráefnið sem er ásamt orkunni stærsti kostnaðarliðurinn er innflutt. Álver skapa líka tiltölulega þokkalega borguð störf fyrir ófaglærða, rafiðnaðarmenn, stjórnendur og verkfræðinga. Þar með er nánast allt upp talið. Miklar fjárfestingar í stjóriðjunni á skömmum tíma hafa hins vegar ýmsa galla í för með sér. Á meðan á framkvæmdum stendur styrkist krónan og eftirspurn eftir vinnuafli eykst. Á slíkum tímabilum er erfitt að vera sprotafyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þar við bætist að útflutningur álsins í framhaldinu styður við styrk krónunnar og gerir öðrum mögulegum útflutningsgreinum erfitt fyrir. Þar getur jafnvel verið um að ræða greinar sem krefjast vinnuafls með meiri menntun og greiðir hærri laun en hráefnaiðnaður eins og álframleiðslan. Þetta ástand hefur verið nefnt hollenska veikin, en gasuppsprettur Hollendinga léku efnahagslíf þeirra grátt. "To much of a good thing can be wonderful," sagði Mae West og vissulega má það til sanns vegar færa. Það er allavega ljóst að við njótum nú um stundir þess að blóðsykurinn er í háu gildi í blóðrás efnahagslífsins. Hættan liggur hins vegar í því að sykurfallið verði hratt og krefjist þá meiri sætinda í formi nýrra framkvæmda. Nýtt álver gæti því hentað vel stjórnvöldum sem vilja ekki hraða niðursveiflu efnahagslífsins í aðdraganda kosninga. Of langt tímabil slíkrar inngjafar í efnahagslífið er þó líklega til þess fallið að draga úr hagvexti og hagsæld þegar til lengri tíma er litið. Með slíku áframhaldi gætu aðrar útflutningsgreinar farið illa og lífvænleg fyrirtæki lagt upp laupana. Þá væri líklega betra heima setið, en af stað farið í stóriðjuframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin segir núna: "bara eitt enn," eins og þegar maður seilist í einn lakkrís í pokanum. Hættan er bara sú að maður seilist í einn í viðbót og svo koll af kolli þar til allt er uppurið. Slíku fylgir gjarnan vindgangur, magapína og skert matarlyst á því sem stuðlar frekar að heilsu manns og þreki. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að sígandi lukka sé best og að þeim þjóðum vegni best sem rækta mannauð sinn og örva frjáls viðskipti. Fjárfestingum í stóriðju ætti því að stilla í hóf og ekki víst að það sé skynsamlegt í bili að fara í eitt álver enn. haflidi@frettabladid.is
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar