Miami 1 - Washington 0 9. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Það var ekki síst varamannabekkur Flórídaliðsins sem skóp sigurinn í gær, en varamenn Miami skoruðu 36 stig gegn aðeins fimm stigum varamanna Washington. Lið Miami virkaði á margan hátt hálf ryðgað í leiknum í gærkvöldi, eftir nokkuð góða hvíld frá rimmunni við New Jersey. Liðið náði ágætri forystu, en baráttuglaðir Wizards létu það ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn. Það hélt þó ekki lengi, því með varamenn Miami voru mjög drjúgir og þegar Dwayne Wade fann loks fjölina sína, varð ekki aftur snúið. "Allir eru að einbeita sér að Shaq og Wade, svo að það verða alltaf góð tækifæri fyrir okkur hina og við verðum bara að nýta þau," sagði Keyon Dooling, sem hefur verið að leika eins og engill fyrir Miami í úrslitakeppninni og hefur hitt frábærlega. "Við höfum lent undir áður, það er okkur ekkert áfall. Við erum með fullan klefa af strákum sem hafa gaman af að taka áskorunum og munu leggja sig alla fram í þessu einvígi," sagði Larry Hughes, leikmaður Washington eftir leikinn. Shaquille O´Neal talaði ekki við blaðamenn eftir leikinn, en það tók áhorfendur í Miami nákvæmlega 89 sekúndur frá því flautað var til leiks að byrja að hrópa "MVP, MVP," þar sem þeir létu í ljós stuðning sinn við O´Neal, sem þeim þótti eiga skilið að verða valinn verðmætasti leikmaður tímabilsins. Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 20 stig (7 stoðs, ), Shaq O´Neal 19 stig (7 frák), Keyon Dooling 15 stig, Eddie Jones 12 stig (8 frák), Damon Jones 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (7 frák), Rashual Butler 8 stig, Alonzo Mourning 7 stig, Christian Laettner 6 stig.Atkvæðamestir hjá Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 stolnir), Larry Hughes 23 stig (7 frák), Antawn Jamison 13 stig (8 frák), Jared Jeffries 10 stig, Brendan Haywood 10 stig, Etan Thomas 5 stig.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira