Anníe Mist kynnir bók sem tók fjögur ár að skrifa: Bæði stressuð og spennt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýju bókina sína sem verður örugglega vinsæl meðal fólks í CrossFit heiminum enda sannkölluð goðsögn hér á ferðinni. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gerir upp feril sinn í nýrri ævisögu sem kemur út í byrjun næsta árs. Anníe kynnti bókin á samfélagsmiðlum sínum en þar kemur fram að það tók fjögur ár að skrifa hana. Anníe vann að verkefninu með rithöfundinum Christine Bald. Nú er hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur þó ekki út fyrr en eftir átta mánuði eða 17. febrúar 2026. Anníe sagði aðeins frá bókinni og birti myndir af sér með bókarkápuna. „Hún er tilbúin. Bókin mín: Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend,“ skrifaði Anníe en bókin er á ensku. „Ég er ekki að draga úr neinu þegar ég segi að ég sé bæði stressuð og spennt fyrir þessu,“ skrifaði Anníe. „Bókin hefur verið fjögur ár í vinnslu í samstarfi með Christine. Hún skrifar um CrossFit feril minn eins og hann kemur fyrir með öllum sínum mannlegu flækjum,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá vissi ég alltaf að þetta myndi taka tíma. Ég áttaði mig þó ekki á því hversu berskjölduð ég varð við það að opna mig algjörlega og segja allt sem ég þurfti að segja. Ég vil þakka Christine fyrir að gera þessa bók að öllu því sem ég óskaði mér,“ skrifaði Anníe. „Þetta er minningabók um heilsurækt og keppnisferil en þetta er líka saga um trúverðugleika, að þora að gera hlutina og það mikla hugrekki sem þarf til að þora að verða sú sem þér var ætlað að verða. Fyrst og fremst er saga mín þroskasaga og saga um það hvernig við hegðum okkur þegar lífið sendir okkur í erfiðustu prófin,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka bók um völdin sem við vinnum okkur inn með því að takast á við þær áskoranir sem hræða okkur mest. Ég vona að þessi bók tali til ykkar og veiti ykkur innblástur til að trúa á ykkur sjálf. Ef ég get þetta þá getið þið það líka,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca) CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Sjá meira
Anníe kynnti bókin á samfélagsmiðlum sínum en þar kemur fram að það tók fjögur ár að skrifa hana. Anníe vann að verkefninu með rithöfundinum Christine Bald. Nú er hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur þó ekki út fyrr en eftir átta mánuði eða 17. febrúar 2026. Anníe sagði aðeins frá bókinni og birti myndir af sér með bókarkápuna. „Hún er tilbúin. Bókin mín: Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend,“ skrifaði Anníe en bókin er á ensku. „Ég er ekki að draga úr neinu þegar ég segi að ég sé bæði stressuð og spennt fyrir þessu,“ skrifaði Anníe. „Bókin hefur verið fjögur ár í vinnslu í samstarfi með Christine. Hún skrifar um CrossFit feril minn eins og hann kemur fyrir með öllum sínum mannlegu flækjum,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá vissi ég alltaf að þetta myndi taka tíma. Ég áttaði mig þó ekki á því hversu berskjölduð ég varð við það að opna mig algjörlega og segja allt sem ég þurfti að segja. Ég vil þakka Christine fyrir að gera þessa bók að öllu því sem ég óskaði mér,“ skrifaði Anníe. „Þetta er minningabók um heilsurækt og keppnisferil en þetta er líka saga um trúverðugleika, að þora að gera hlutina og það mikla hugrekki sem þarf til að þora að verða sú sem þér var ætlað að verða. Fyrst og fremst er saga mín þroskasaga og saga um það hvernig við hegðum okkur þegar lífið sendir okkur í erfiðustu prófin,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka bók um völdin sem við vinnum okkur inn með því að takast á við þær áskoranir sem hræða okkur mest. Ég vona að þessi bók tali til ykkar og veiti ykkur innblástur til að trúa á ykkur sjálf. Ef ég get þetta þá getið þið það líka,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca)
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Sjá meira