Boston 3 - Indiana 3 6. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák). NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Leikmenn Boston voru með bakið upp að vegg í leiknum í nótt, því ef þeir hefðu tapað væru þeir komnir í sumarfrí. Antoine Walker var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og tók af skarið í framlengingunni og tryggði sínum mönnum nauman sigurinn. Kendrick Perkins hjá Boston, fékk tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndunum með tveimur vítaskotum, en hitti úr hvorugu þeirra og gaf Reggie Miller tækifæri til að skora sigurkörfuna, en skot hans kom hvergi nærri körfunni og því var framlengt. "Þetta var einn villtasti körfuboltaleikur sem ég hef séð á ævi minni," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. "Ég var að reyna að þjappa strákunum saman, við vorum að spila í mjög óvinveittu umhverfi, en náðum að þjappa okkur saman og klára þetta," sagði Walker, sem var drjúgur á lokasprettinum eftir að félaga hans Paul Pierce hafði verið vikið af velli með tvær tæknivillur. "Ég brást of harðlega við villu sem var flautuð á mig og missti stjórn á skapi mínu. Það kostaði okkur næstum því sigurinn. Ég veit ekki hvernig mér hefði verið innanbrjósts ef við hefðum tapað leiknum," sagði Pierce, sem var með stigahæstu mönnum í liði Boston, þrátt fyrir að vera sendur í bað. "Við ætlum ekkert að örvænta, það er einn leikur eftir og við getum alveg unnið hann," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana. Atkvæðamestir hjá Boston:Antoine Walker 24 stig (11 frák, 8 tapaðir boltar), Ricky Davis 22 stig, Paul Pierce 20 stig (11 frák, 6 stoðs, 4 stolnir), Al Jefferson 11 stig (14 frák), Gary Payton 8 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 26 stig (10 frák, 5 varin), Stephen Jackson 14 stig, Anthony Johnson 13 stig, Reggie Miller 12 stig, James Jones 8 stig, Jamaal Tinsley 6 stig, Dale Davis 5 stig (14 frák).
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira