Boston 2 - Indiana 3 4. maí 2005 00:01 Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik. Það var ekki kunngert fyrr en um fjórum klukkustundum fyrir leikinn í gær, að Jamaal Tinsley, leikstjórnandi Indiana gæti leikið með liði sínu, en hann hefur veri meiddur síðan í febrúar með brákaðan fót. Tinsley var eins og himnasending fyrir lið sitt, sem hafði verið í miklum vandræðum gegn pressuvörn Boston, enda var Indiana að nota Anthony Johnson sem byrjunarleikstjórnanda, en það er hlutverk sem hann veldur ekki til fulls. Það varð því Indiana mikill fengur að endurheimta Tinsley og voru leikmenn liðsins allir mikið ákveðnari í sínum aðgerðum meðan hann var inni á vellinum. Nú getur lið Boston svo sannarlega nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt sér það að vera með heimavallarréttinn í einvíginu og að hafa komist yfir 2-1, því nú þurfa þeir að fara til Indiana með bakið uppi að vegg í seríunni. Rick Carlisle var yfir sig ánægður með að endurheimta Tinsley. "Hann hjálpaði okkur gríðarlega, ekki síst bara andlega, held ég," sagði hann eftir leikinn. Antoine Walker lék með Boston á ný eftir eins leiks bann, en það hjálpaði Boston lítið. Tinsley spilaði uppi félaga sína á lokakaflanum og leiddi Indiana til sigursins. "Ég veit að það var mikil pressa á mér, en ég reyndi að hugsa bara um að klára leikkerfin og var ekkert að hugsa út í neitt annað," sagði Tinsley, sem bjóst við að verða eitthvað aumur eftir fyrsta leik sinn í tvo og hálfan mánuð. "Það lið sem stendur vaktina betur í vörninni, vinnur þetta einvígi," sagði Jermaine O´Neal. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 19 stig (10 frák), Stephen Jackson 15 stig, Dale Davis 13 stig (8 frák), Reggie Miller 12, James Jones 10, Anthony Johnson 7, Jamaal Tinsley 6 (7 stoðs, 5 stolnir).Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 27 stig (7 frák), Ricky Davis 19 stig (7 frák), Antoine Walker 10 stig (7 frák), Gary Payton 10 stig, Raef LaFrenz 6 stig, Al Jefferson 6 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik. Það var ekki kunngert fyrr en um fjórum klukkustundum fyrir leikinn í gær, að Jamaal Tinsley, leikstjórnandi Indiana gæti leikið með liði sínu, en hann hefur veri meiddur síðan í febrúar með brákaðan fót. Tinsley var eins og himnasending fyrir lið sitt, sem hafði verið í miklum vandræðum gegn pressuvörn Boston, enda var Indiana að nota Anthony Johnson sem byrjunarleikstjórnanda, en það er hlutverk sem hann veldur ekki til fulls. Það varð því Indiana mikill fengur að endurheimta Tinsley og voru leikmenn liðsins allir mikið ákveðnari í sínum aðgerðum meðan hann var inni á vellinum. Nú getur lið Boston svo sannarlega nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt sér það að vera með heimavallarréttinn í einvíginu og að hafa komist yfir 2-1, því nú þurfa þeir að fara til Indiana með bakið uppi að vegg í seríunni. Rick Carlisle var yfir sig ánægður með að endurheimta Tinsley. "Hann hjálpaði okkur gríðarlega, ekki síst bara andlega, held ég," sagði hann eftir leikinn. Antoine Walker lék með Boston á ný eftir eins leiks bann, en það hjálpaði Boston lítið. Tinsley spilaði uppi félaga sína á lokakaflanum og leiddi Indiana til sigursins. "Ég veit að það var mikil pressa á mér, en ég reyndi að hugsa bara um að klára leikkerfin og var ekkert að hugsa út í neitt annað," sagði Tinsley, sem bjóst við að verða eitthvað aumur eftir fyrsta leik sinn í tvo og hálfan mánuð. "Það lið sem stendur vaktina betur í vörninni, vinnur þetta einvígi," sagði Jermaine O´Neal. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 19 stig (10 frák), Stephen Jackson 15 stig, Dale Davis 13 stig (8 frák), Reggie Miller 12, James Jones 10, Anthony Johnson 7, Jamaal Tinsley 6 (7 stoðs, 5 stolnir).Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 27 stig (7 frák), Ricky Davis 19 stig (7 frák), Antoine Walker 10 stig (7 frák), Gary Payton 10 stig, Raef LaFrenz 6 stig, Al Jefferson 6 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira