Dallas 3 - Houston 2 3. maí 2005 00:01 Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig. NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig.
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira