Phoenix 3 - Memphis 0 30. apríl 2005 00:01 Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig. NBA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira
Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig.
NBA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira