Chicago 2 - Washington 0 28. apríl 2005 00:01 Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák). NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira