Benedikt XVI boðar lítið nýtt Hafliði Helgason skrifar 21. apríl 2005 00:01 Valið á nýjum páfa urðu frjálslyndum víða um heim nokkur vonbrigði. Joseph Ratzinger sem valinn var í embætti páfa verður seint talinn til þeirra sem aðhyllast frjálslynd viðhorf innan kaþólsku kirkjunnar. Valið sýnir að kaþólska kirkjan sem stofnun er ekki tilbúinn til þeirrar endurskoðunar viðhorfa sem margir vonuðust eftir. Íhaldsöm öfl eru greinilega enn í meirihluta innan kirkjunnar og staða þeirra svo sterk að ekki tók langan tíma að velja páfa í þetta sinn. Jafnvel þótt staða þeirra hefði ekki verið svona sterk og að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun í birtingarmynd örlítið frjálslyndair páfa, er ekki víst að sá hefði átt auðvelt með að hrinda í framkvæmd breytingum í átt til frjálsræðis innan kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. verður vonandi farsæll í starfi og vonandi leggur hann heiminum til boðskap sem verður til farsældar mannkyni. Hann er líkt og fyrirrennari hans barn hörmungartíma í Evrópu þegar illska og grimmd réði ríkjum. Rifjuð hefur verið upp þátttaka hans í Hitlersæskunni. Nasistísk tenging er þó tæplega sanngjörn. Hann var á barnsaldri þegar Heimstyrjöldin síðari braust út og átján ára þegar henni lauk. Hörmungar stríðsins hafa sennilega mótað manndómsár hans meira en hugmyndafræði nasista. Hins vegar er ljóst að viðhorf hans eru á margan hátt einstrengingsleg. Sumt af því sem hann hefur sagt er rammasta afturhald; annað er áminning um að á sama tíma og velsældin ríkir á vesturlöndum, þá er tómið stærra en nokkru sinni fyrr í lífi margra. Kaþólska kirkjan hefur frestað auknu frjálslyndi um að minnsta kosti einn páfa. Kirkjan hefur lifað af ýmsar breytingar tímanna og er í eðli sínu íhaldssöm. Það er eðlilegt að stofnun eins og kaþólska kirkjan breytist hægt og hún á ekki að hlaupa á eftir tískustraumum stundarinnar. Né heldur á hún að þóknast hagsmunum valdhafa á hverjum tíma. Hún er í eðli sínu í andstöðu við samtíma sinn að vissu marki á hverjum tíma. Hins vegar hefur hún nú verið á skjön við samtíma sinn um langt skeið. Sá tími mun koma að hún stígur skref í frjálsræðisátt. Kannski frá og með næsta páfa hver veit. Benedikt XVI. er 78 ára gamall og frjálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar fá nú nokkur ár til þess að undirbúa sig fyrir næsta páfakjör. Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að sá tími verði vel nýttur og að Benedikt XVI gegnum taki við páfi sem leiðir sofnuð sinn veg mannúðar og umburðarlyndis. Páfa sem horfir á kærleika og fyrirgefningu sem megininntak viðhorfa sinna til manna og málefna.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Valið á nýjum páfa urðu frjálslyndum víða um heim nokkur vonbrigði. Joseph Ratzinger sem valinn var í embætti páfa verður seint talinn til þeirra sem aðhyllast frjálslynd viðhorf innan kaþólsku kirkjunnar. Valið sýnir að kaþólska kirkjan sem stofnun er ekki tilbúinn til þeirrar endurskoðunar viðhorfa sem margir vonuðust eftir. Íhaldsöm öfl eru greinilega enn í meirihluta innan kirkjunnar og staða þeirra svo sterk að ekki tók langan tíma að velja páfa í þetta sinn. Jafnvel þótt staða þeirra hefði ekki verið svona sterk og að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun í birtingarmynd örlítið frjálslyndair páfa, er ekki víst að sá hefði átt auðvelt með að hrinda í framkvæmd breytingum í átt til frjálsræðis innan kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. verður vonandi farsæll í starfi og vonandi leggur hann heiminum til boðskap sem verður til farsældar mannkyni. Hann er líkt og fyrirrennari hans barn hörmungartíma í Evrópu þegar illska og grimmd réði ríkjum. Rifjuð hefur verið upp þátttaka hans í Hitlersæskunni. Nasistísk tenging er þó tæplega sanngjörn. Hann var á barnsaldri þegar Heimstyrjöldin síðari braust út og átján ára þegar henni lauk. Hörmungar stríðsins hafa sennilega mótað manndómsár hans meira en hugmyndafræði nasista. Hins vegar er ljóst að viðhorf hans eru á margan hátt einstrengingsleg. Sumt af því sem hann hefur sagt er rammasta afturhald; annað er áminning um að á sama tíma og velsældin ríkir á vesturlöndum, þá er tómið stærra en nokkru sinni fyrr í lífi margra. Kaþólska kirkjan hefur frestað auknu frjálslyndi um að minnsta kosti einn páfa. Kirkjan hefur lifað af ýmsar breytingar tímanna og er í eðli sínu íhaldssöm. Það er eðlilegt að stofnun eins og kaþólska kirkjan breytist hægt og hún á ekki að hlaupa á eftir tískustraumum stundarinnar. Né heldur á hún að þóknast hagsmunum valdhafa á hverjum tíma. Hún er í eðli sínu í andstöðu við samtíma sinn að vissu marki á hverjum tíma. Hins vegar hefur hún nú verið á skjön við samtíma sinn um langt skeið. Sá tími mun koma að hún stígur skref í frjálsræðisátt. Kannski frá og með næsta páfa hver veit. Benedikt XVI. er 78 ára gamall og frjálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar fá nú nokkur ár til þess að undirbúa sig fyrir næsta páfakjör. Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að sá tími verði vel nýttur og að Benedikt XVI gegnum taki við páfi sem leiðir sofnuð sinn veg mannúðar og umburðarlyndis. Páfa sem horfir á kærleika og fyrirgefningu sem megininntak viðhorfa sinna til manna og málefna.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar