Fimm leikir í NBA í nótt 13. apríl 2005 00:01 Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn. NBA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Þar bar hæst slagur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, en liðin eru í harðri baráttu um sæti sín í úrslitakeppninni. Það voru gestirnir frá Boston sem höfðu sigur í nótt, 105-98 og nánast tryggðu sér sigurinn í Atlantshafsriðlinum fyrir vikið. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði gestanna með 27 stigum og 13 fráköst og skoraði auk þess körfuna sem tryggði sigur Boston í lokin. Antoine Walker skoraði 18 stig í leiknum og Ricky Davis bætti við 16 stigum. Hjá Philadelphia var Allen Iverson stigahæstur að venju með 28 stig, en hann fékk sig ekki til að sitja lengur á bekknum og lék allann leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á báðum þumalfingrum. San Antonio Spurs sluppu með skrekkinn gegn Portland Trailblazers, því eftir að vera með unninn leik í höndunum, misstu þeir niður gott forskot sitt í lokin, en unnu að lokum 95-89 sigur. Manu Ginobili hefur verið allt í öllu í sókninni hjá Spurs í fjarveru Tim Duncan og skoraði 30 stig í leiknum í nótt. Nú styttist í að Duncan snúi aftur til leiks með Spurs, en þeir verða hinsvegar án miðherja síns Rasho Nesterovic fram í úrslitakeppni vegna meiðsla hans. Með sigrinum í nótt, tryggðu Spurs sér sigurinn í Suð-vesturdeildinni og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna hina nýju deild, sem stofnuð var í fyrra í kjölfar fjölgunar liða í NBA í 30. Toronto Raptors sigruðu NewYork Knicks 105-93 í New York í leik sem hafði litla þýðingu fyrir bæði lið. Stephon Marbury var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig, en kvartaði undan því eftir leikinn að leikmenn hefðu ekki nennt að leggja sig fram á vellinum. Chris Bosh var bestur í liði gestanna með 29 stig. LA Clippers tryggðu sinn besta árangur á heimavelli síðan þeir fluttu í Staples Center höllina í Los Angeles fyrir 6 árum, þegar þeir sigruðu heillum horfið lið Utah Jazz. Utah liðið notaði 33. mismunandi byrjunarlið sitt á tímabilinu í leiknum, sem endurspeglar vandræði liðsins með meiðsli og slaka frammistöðu í vetur. Elton Brand var stigahæstur í liðið Clippers með 25 stig, en Mehmet Okur var skárstur í liði Jazz með 16 stig og 14 fráköst. Phoenix Suns halda sínu striki og sigruðu New Orleans Hornets í nótt, þrátt fyrir að sigurinn væri ekki mjög sannfærandi. Phoenix notuðu góða rispu í lokin til að tryggja sigurinn gegn slöku liði Hornets og eru nú í lykilstöðu til að tryggja sér sigurinn í Vesturdeildinni í fyrsta sinn í yfir 10 ár. Lokaúrslit urðu 99-85 og það var Amare Stoudamire sem var stigahæstur í liði Phoenix með 27 stig. Jimmy Jackson skoraði 20 stig og hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum og Shawn Marion skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst. Hjá Hornets var J.R. Smith var bestur með 23 stig, en aðeins 12 stig í fjórða leikhluta urðu liðinu að falli gegn Suns, sem settu einfaldlega í fluggírinn þegar þeir þurftu á því að halda og kláruðu leikinn.
NBA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti