Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 15:57 Dan Burn fagnar marki sínu fyrir Newcastle United í dag en miðvörðurinn sterki hefur átt frábært tímabil. Getty/Stu Forster Newcastle vann mikilvægan sigur í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í baráttunni um Meistaradeildarsæti en um leið slökkti liðið endanlega vonir nýliða Ipswich um að halda sæti sínu. Newcastle United vann 3-0 sigur á Ipswich Town á St. James' Park og komst fyrir vikið upp fyrir bæði Manchester City og Chelsea en norðanliðið er nú í þriðja sætinu. Wolves, Brighton og Fulham unnu líka leiki sína í dag. Newcastle var manni fleiri frá 37. mínútu eftir að Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald. Alexander Isak kom Newcastle í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og miðvörðurinn Daniel Burn skallaði boltann í markið á 56. mínútu eftir sendingu Kieran Trippier. Þriðja markið var líka skallamark eftir sendingu frá Trippier en það skoraði William Osula á 80. mínútu. Tapið þýðir að Ipswich fylgir Leicester City og Southampton niður í ensku b-deildina. Eftir úrslitin í dag er Ipswich sextán stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Úlfarnir héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-0 sigri á Leicester City. Wolves hefur nú unnið sex leiki í röð og komust nú upp fyrir bæði Everton og Manchester United í töflunni. Matheus Cunha og Jørgen Strand Larsen skoruðu fyrstu tvo mörk þeirra í dag en Rodrigo Gomes innsiglaði sigurinn undir lokin. Brighton vann 3-2 sigur á West Ham í hörku leik á suðurströndinni þar sem heimamenn sneru leiknum við undir lokin. Yasin Ayari kom Brighton í 1-0 á 13. mínútu en Mohammed Kudus jafnaði metin á 48. mínútu og Tomas Soucek kom gestunum í 2-1 á 83. mínútu. Jarrod Bowen lagði upp bæði mörkin. Kaoru Mitoma jafnaði metin með skalla á 89. mínútu og Carlos Baleba skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Varamaðurinn Brajan Gruda lagði upp bæði mörkin. Jack Stephens kom Southampton í 1-0 á móti Fulham á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði metin á 72. mínútu. Ryan Sessegnon tryggði síðan Fulham 2-1 sigur með marki undir lokin. Brighton og Fulham eru bæði með 51 stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Newcastle United vann 3-0 sigur á Ipswich Town á St. James' Park og komst fyrir vikið upp fyrir bæði Manchester City og Chelsea en norðanliðið er nú í þriðja sætinu. Wolves, Brighton og Fulham unnu líka leiki sína í dag. Newcastle var manni fleiri frá 37. mínútu eftir að Ben Johnson fékk sitt annað gula spjald. Alexander Isak kom Newcastle í 1-0 með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og miðvörðurinn Daniel Burn skallaði boltann í markið á 56. mínútu eftir sendingu Kieran Trippier. Þriðja markið var líka skallamark eftir sendingu frá Trippier en það skoraði William Osula á 80. mínútu. Tapið þýðir að Ipswich fylgir Leicester City og Southampton niður í ensku b-deildina. Eftir úrslitin í dag er Ipswich sextán stigum frá öruggu sæti þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum. Úlfarnir héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-0 sigri á Leicester City. Wolves hefur nú unnið sex leiki í röð og komust nú upp fyrir bæði Everton og Manchester United í töflunni. Matheus Cunha og Jørgen Strand Larsen skoruðu fyrstu tvo mörk þeirra í dag en Rodrigo Gomes innsiglaði sigurinn undir lokin. Brighton vann 3-2 sigur á West Ham í hörku leik á suðurströndinni þar sem heimamenn sneru leiknum við undir lokin. Yasin Ayari kom Brighton í 1-0 á 13. mínútu en Mohammed Kudus jafnaði metin á 48. mínútu og Tomas Soucek kom gestunum í 2-1 á 83. mínútu. Jarrod Bowen lagði upp bæði mörkin. Kaoru Mitoma jafnaði metin með skalla á 89. mínútu og Carlos Baleba skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Varamaðurinn Brajan Gruda lagði upp bæði mörkin. Jack Stephens kom Southampton í 1-0 á móti Fulham á 14. mínútu en Emile Smith Rowe jafnaði metin á 72. mínútu. Ryan Sessegnon tryggði síðan Fulham 2-1 sigur með marki undir lokin. Brighton og Fulham eru bæði með 51 stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira