Þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í 300 metra grindarhlaupi eftir að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið tilkynnti að hlaupið yrði opinber keppnisgrein og fengi sitt eigið skráða heimsmet.
Demantamótaröðin hófst í Xiamen í Kína í gær þar sem Warholm, sem er ríkjandi heimsmeistari í 400 metra grindarhlaupi, kom fyrstur í mark í 300 metra útgáfu greinarinnar á 33,05 sekúndum.
Brasilíumaðurinn Matheus Lima hafnaði í öðru sæti á 33,98 sekúndum og Japaninn Ken Toyoda varð þriðji á 34,22 sekúndum.
Warholm er því sá fyrsti í sögunni til að eiga opinbert heimsmet í greininni. Fyrir átti Norðmaðurinn besta tíma heims í greininni, en hann hljóp hlaupið á 33,26 árið 2021.