Framleiðsla eða listsköpun? 13. október 2005 15:31 Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun