Framleiðsla eða listsköpun? 13. október 2005 15:31 Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjörnudýrkun er ótrúlega merkilegt fyrirbæri. Heimsbyggðin fær óumbeðið endalausar fréttir af einhverju fólki sem kemur henni ekkert við. Við fáum upplýsingar um það hvað fer upp í munn og ofan í maga á stjörnum, hverju þær klæðast þegar þær fara út í búð, á kaffihús, í partí, á hátíðir, með hverjum þær sjást á labbi, hverja þær tala við, sofa hjá, trúlofast, búa með, giftast, skilja við, hitta og daðra við. Með hverjum þær vinna og hvernig sambandi við samstarfsfólk þeirra háttað, hvernig þær búa, hvar þær búa, hvort þær reykja, detta í það, fara í lýtameðferð og hvað þær hafa í laun. Þær birtast á forsíðum tímarita, allar fótósjoppaðar og allar eins, fáklæddar, hrukku- og hnökralausar, með kórrétt holdarfar, stutt hár í dag, sítt á morgun, alltaf verið að líma hárið á þær eða klippa það í burtu, fjarlægja rifbein, breyta nefi, sjúga burtu fitu, strekkja andlit, háls og maga, rass og læri. Samt man maður ekki eftir neinni stjörnu sem mann langar til að líkjast, hefur aldrei séð neitt haft eftir stjörnu sem maður vildi sjálfur hafa sagt - og spyr sig oft hvort þetta fólk geti ekki bara unnið vinnuna sína og haldið sér saman. Megnið af þeim er leikarar - sem eru ekki einu sinni góðir. Samt hundeltir af papparössum sem endilega vilja flytja okkur fréttir og myndir af þeim. Til hvers? Það eina sem til þarf er að geta litið vel út þegar búið er að eyða hundruðum klukktíma í að finna réttu lýsinguna og ótal tímum í að farða, sparsla og slípa. Stjörnudýrkun verður ágengari í okkar daglega lífi eftir því sem árin líða. Það er hvergi hægt að þverfóta fyrir myndum og upplýsingum af þeim og það verður að segjast eins og er að þetta er ákaflega þreytandi og svo leiður verður maður á þessu tilbúna fólk að það fer smám saman að virka á mann eins og hver önnur stjörnuþoka. Og við Íslendingar viljum gjarnan líka eiga stjörnur. Pillum upp leikara sem eru á skítalaunum í Þjóðleikhúsinu eða Borgarleikhúsinu, reynum að segja fréttir af þeim og gera eitthvað úr þeim sem þeir eru ekki. Það hefur kveðið svo rammt að þessu seinustu árin, að alls konar krakkakvikindi sem eru rétt skriðin út úr leiklistarnámi eru allt í einu orðin rosa stjörnur. Í dag vilja allir vera stjörnur, enginn vill vera leikari. Enda er að verða hundleiðinlegt að fara í leikhús. Það sem heillar mann við leikhús er að horfa á góðan leikara vinna, sama hvernig hann lítur út, hvaða hlutverk hann er að leika, hvort hann er gamall eða ungur, karl eða kona. Að sama skapi er pirrandi að sitja í leikhúsi og horfa á þá sem eiga að vera að leika, upptekna af því hvernig þeir taka sig út, leyfa sér jafnvel að sýna ,með töktum sínum, að þeim finnist nú ekki spennandi að leika hlutverkið sem þeir eru að leika. Einu leikararnir sem maður nennir orðið að horfa á vinna eru Hilmir Snær og Ólafía Hrönn. Í viðtölum tala stjörnur aldrei um neitt nema sjálfar sig. Leikarar tala um verkið sem þeir leika í, hafa pælt í þaula í sínum "karakter," stúderað leikbókmenntir og lagst í fræðilegar rannsóknir á þessari merkilegu listgrein. Það er gaman að lesa viðtöl við þá, jafnvel heilu bækurnar sem þeir hafa skrifað. Það eru nefnilega til leikarar sem hafa skrifað bækur um leiklistina. Þeir eru að vísu engar stjörnur, þótt þeir séu vandaðir og heillandi fagmenn. Við vitum ekki hvað þeir borða, hverju þeir klæðast, hvaða snyrtivörur þeir nota, hvernig þeir búa. Þeir vilja heldur ekki að við vitum það. Það sem á við leikhúsið á líka við kvikmyndir. Nú stendur yfir verðlaunatími í Hollívúdd og það er sama fólkið sem er tilnefnt til þeirra allra fyriri sama hlutverkið í sömu kvikmyndunum. Eftir að hafa farið á þessar tilnefndu og verðlaunuðu myndir, lætur maður sér fátt um finnast. Jú, þetta er allt ósköp laglegt. Mæli hins vegar með því að fólk drífi sig að sjá kvikmyndina "Meet the Fockers," þar sem sjá má Dustin Hoffmann fremja óviðjafnanlega leiklist, kafleika alla hina út úr myndinni. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun