Má treysta fróðleiknum? Guðmundur Magnússon skrifar 13. janúar 2005 00:01 Sú var tíð að það var óskadraumur allra þekkingarþyrstra manna að eiga alfræðiritið Encyclopædia Britannica heima í bókaskápnum sínum. Þetta frægasta uppflettirit heims freistaði manna kynslóð fram af kynslóð frá því það kom út fyrst í þremur bindum í Edinborg í Skotlandi seint á 18. öld. Það kemur enn út með nokkurra ára millibili, bindin eru nú 33 að tölu, en auk þess er hægt að nálgast efnið á vefsíðunni brittannica.com. En veröldin hefur breyst mikið frá því menn fóru fyrst að safna fróðleik í alfræðirit á upplýsingaöld. Nú fleygir þekkingu mannkyns og vísindum svo hratt fram að fróðleikur á bókum úreldist nánast áður en bækur sem geyma hann eru komnar úr prentun. Netið verður því æ mikilvægari þekkingarbrunnur. Og það var þess vegna sem útgefendur Britannicu brugðu á það ráð fljótlega eftir að netið kom til sögu að setja alfræðiritið þar í heild og uppfæra reglulega með skilvirkum hætti. En fyrir nokkru síðan fékk Britannica skæða samkeppni frá alfræðiriti sem nefnist Wikipedia og er samið og hugsað með allt öðrum hætti. Britannica er verk fræðimanna og þar er ekkert birt, hvorki á bók né netsíðum, nema það sé vandlega yfirlesið af mörgum sérfræðingum. Þeir sem slá upp í Britannicu eiga að geta treyst því að fróðleikurinn sé sannprófaður og honum megi treysta að svo miklu leyti sem slíkt er yfirleitt hægt. Höfundar nýja alfræðiritsins, Wikipediu, sem eingöngu er að finna á netinu, eru fjölbreytilegri hópur, áhugamenn ekkert síður en sérfræðingar, grúskarar ekkert síður en skólagengnir fræðimenn. Og höfundarnir eru líka af vafasamara tagi, grillufangarar, þráhyggjumenn, frelsaðir menn, spámenn og áróðursmenn. Það geta nefnilega allir skrifað á Wikipediu, þar er engin formleg ritstjórn og öll framlög metin jafngild. Er þetta þá ekki einn hrærigrautur? Nei, hið furðulega hefur gerst: í meginatriðum er Wikipedia með sínar 400 þúsund efnisgreinar (enska útgáfan í nóvember í fyrra) áreiðanleg heimild um það fjallað er um. Það er vegna þess að samviskusamir sannleiksunnendur eru fljótir að leiðrétta vitleysur og rangfærslur sem settar eru inn á síðuna. En auðvitað er þar líka að finna vitleysu og hæpnar kenningar og greinar þar sem vandvirkni og fræðimennsku er ábótavant. Munurinn á Wikipediu og Britannicu er semsagt sá að síðarnefnda alfræðiritið hefur óvefengjanlegan sérfræðistimpil, gæðavottorð. Það má treysta því. Í fljótu bragði mætti ætla að þetta þýddi að menn sneyddu hjá Wikipediu,sem ekki er hægt að treysta hundrað prósent, og veldu Britannicu þegar þeir væru að leita sér fróðleiks um sögu og vísindi, bókmenntir og tækni, landafræði og stjórnmál, heilbrigðismál og hundarækt svo nokkuð sé nefnt. Og sannarlega koma menn ekki að tómum kofanum hjá breska alfræðiritinu. Samt er það nú svo að Wikipedia er að vinna samkeppnina um athyglina og fær fleiri heimsóknir. Hver er skýringin? Það er vegna þess að Wikipedia hefur nú smám saman tekist að bjóða upp á meira efni, fjölbreytilegra og umfram allt nýrra. Sérfræðivinnan á Britannicu með öllum sínum yfirlestrum er ansi tímafrek en veröldin er á harðahlaupum og þekkingarþorsta netverja þarf að slökkva STRAX eins og lesendur kannast við. Segjum til dæmis að lesendur þurfi að fá yfirlit um hamfarirnar í Asíu um jólin, upphaf þeirra og afleiðingar ásamt vísindalegum skýringum á því hvers vegna þetta gerðist. Ein leiðin til að afla þessara upplýsinga er að leita til fréttamiðlanna á netinu, en gallinn er sá að þeir flytja fyrst og fremst tíðindi frá degi til dags og ekki er víst að neinn þeirra hafi aðgengilega samantekt upp á að bjóða. Hvað þá með Britannicu? Nei, upplýsingar um hamfarirnar munu væntanlega ekki vera á boðstólum þar fyrr en eftir nokkuð langan tíma. Sérfræðingar eiga eftir að vinna textann og lesa hann yfir. Aftur á móti er nú þegar komið greinargott yfirlit um hamfarirnar á Wikipediu sem virðist ábyggilegt. Hér má lesa það. Það er vegna þessa sem "opna" eða "frjálsa" alfræðiritið nýtur svo mikilla vinsælda sem raun ber vitni. En framhjá því verður ekki horft að Wikipediaer mun líklegri enBritannicatil að geyma villur. Þess vegna geta t.d. háskólar og aðrar menntastofnanir ekki samþykkt að hún sé notuð sem heimild í ritgerðum nemenda. Og ekki skyldu menn taka ákvarðanir sem varða líf og heilsu á grundvelli hennar. En hún er góður vettvangur til að byrja leit á og gefa yfirlit. Á grundvelli þeirrar þekkingar sem þar er að finna geta menn síðan leitað áfram til áreiðanlegri miðla. Wikipedia getur verið góð uppspretta fyrir hugmyndir og frekari rannsóknir.Má treysta fróðleiknum? Mjög oft, en það er vissara - og raunar nauðsynlegt - að athuga fleiri heimildir.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíð að það var óskadraumur allra þekkingarþyrstra manna að eiga alfræðiritið Encyclopædia Britannica heima í bókaskápnum sínum. Þetta frægasta uppflettirit heims freistaði manna kynslóð fram af kynslóð frá því það kom út fyrst í þremur bindum í Edinborg í Skotlandi seint á 18. öld. Það kemur enn út með nokkurra ára millibili, bindin eru nú 33 að tölu, en auk þess er hægt að nálgast efnið á vefsíðunni brittannica.com. En veröldin hefur breyst mikið frá því menn fóru fyrst að safna fróðleik í alfræðirit á upplýsingaöld. Nú fleygir þekkingu mannkyns og vísindum svo hratt fram að fróðleikur á bókum úreldist nánast áður en bækur sem geyma hann eru komnar úr prentun. Netið verður því æ mikilvægari þekkingarbrunnur. Og það var þess vegna sem útgefendur Britannicu brugðu á það ráð fljótlega eftir að netið kom til sögu að setja alfræðiritið þar í heild og uppfæra reglulega með skilvirkum hætti. En fyrir nokkru síðan fékk Britannica skæða samkeppni frá alfræðiriti sem nefnist Wikipedia og er samið og hugsað með allt öðrum hætti. Britannica er verk fræðimanna og þar er ekkert birt, hvorki á bók né netsíðum, nema það sé vandlega yfirlesið af mörgum sérfræðingum. Þeir sem slá upp í Britannicu eiga að geta treyst því að fróðleikurinn sé sannprófaður og honum megi treysta að svo miklu leyti sem slíkt er yfirleitt hægt. Höfundar nýja alfræðiritsins, Wikipediu, sem eingöngu er að finna á netinu, eru fjölbreytilegri hópur, áhugamenn ekkert síður en sérfræðingar, grúskarar ekkert síður en skólagengnir fræðimenn. Og höfundarnir eru líka af vafasamara tagi, grillufangarar, þráhyggjumenn, frelsaðir menn, spámenn og áróðursmenn. Það geta nefnilega allir skrifað á Wikipediu, þar er engin formleg ritstjórn og öll framlög metin jafngild. Er þetta þá ekki einn hrærigrautur? Nei, hið furðulega hefur gerst: í meginatriðum er Wikipedia með sínar 400 þúsund efnisgreinar (enska útgáfan í nóvember í fyrra) áreiðanleg heimild um það fjallað er um. Það er vegna þess að samviskusamir sannleiksunnendur eru fljótir að leiðrétta vitleysur og rangfærslur sem settar eru inn á síðuna. En auðvitað er þar líka að finna vitleysu og hæpnar kenningar og greinar þar sem vandvirkni og fræðimennsku er ábótavant. Munurinn á Wikipediu og Britannicu er semsagt sá að síðarnefnda alfræðiritið hefur óvefengjanlegan sérfræðistimpil, gæðavottorð. Það má treysta því. Í fljótu bragði mætti ætla að þetta þýddi að menn sneyddu hjá Wikipediu,sem ekki er hægt að treysta hundrað prósent, og veldu Britannicu þegar þeir væru að leita sér fróðleiks um sögu og vísindi, bókmenntir og tækni, landafræði og stjórnmál, heilbrigðismál og hundarækt svo nokkuð sé nefnt. Og sannarlega koma menn ekki að tómum kofanum hjá breska alfræðiritinu. Samt er það nú svo að Wikipedia er að vinna samkeppnina um athyglina og fær fleiri heimsóknir. Hver er skýringin? Það er vegna þess að Wikipedia hefur nú smám saman tekist að bjóða upp á meira efni, fjölbreytilegra og umfram allt nýrra. Sérfræðivinnan á Britannicu með öllum sínum yfirlestrum er ansi tímafrek en veröldin er á harðahlaupum og þekkingarþorsta netverja þarf að slökkva STRAX eins og lesendur kannast við. Segjum til dæmis að lesendur þurfi að fá yfirlit um hamfarirnar í Asíu um jólin, upphaf þeirra og afleiðingar ásamt vísindalegum skýringum á því hvers vegna þetta gerðist. Ein leiðin til að afla þessara upplýsinga er að leita til fréttamiðlanna á netinu, en gallinn er sá að þeir flytja fyrst og fremst tíðindi frá degi til dags og ekki er víst að neinn þeirra hafi aðgengilega samantekt upp á að bjóða. Hvað þá með Britannicu? Nei, upplýsingar um hamfarirnar munu væntanlega ekki vera á boðstólum þar fyrr en eftir nokkuð langan tíma. Sérfræðingar eiga eftir að vinna textann og lesa hann yfir. Aftur á móti er nú þegar komið greinargott yfirlit um hamfarirnar á Wikipediu sem virðist ábyggilegt. Hér má lesa það. Það er vegna þessa sem "opna" eða "frjálsa" alfræðiritið nýtur svo mikilla vinsælda sem raun ber vitni. En framhjá því verður ekki horft að Wikipediaer mun líklegri enBritannicatil að geyma villur. Þess vegna geta t.d. háskólar og aðrar menntastofnanir ekki samþykkt að hún sé notuð sem heimild í ritgerðum nemenda. Og ekki skyldu menn taka ákvarðanir sem varða líf og heilsu á grundvelli hennar. En hún er góður vettvangur til að byrja leit á og gefa yfirlit. Á grundvelli þeirrar þekkingar sem þar er að finna geta menn síðan leitað áfram til áreiðanlegri miðla. Wikipedia getur verið góð uppspretta fyrir hugmyndir og frekari rannsóknir.Má treysta fróðleiknum? Mjög oft, en það er vissara - og raunar nauðsynlegt - að athuga fleiri heimildir.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun