Sport

Ronaldo bjartsýnn

Fyrst boltinn er hjá Real Madrid skýra spænskir fjölmiðlar frá því að Ronaldo, sóknarmaður Real, sé ennþá bjartsýnn á að félagið geti unnið bæði deildina heimafyrir sem og einnig Meistaradeildina þrátt fyrir dapurt gengið á leiktíðinni. Hefur hann sett sér persónulegt markmið að skora minnst 35 mörk áður en yfir lýkur og þarf hann því að spýta duglega í lófa ætli þessi draumur hans að ganga eftir. Silvio Berlusconi er ekki lengur forseti AC Milan en hann sagði þeim starfa lausum í vikunni en ný lög á Ítalíu sem tóku gildi í sumar sem leið kveða á um að starfandi stjórnmálamenn geti ekki tengst almennum atvinnurekstri á sama tíma. Ekki er þó annað talið líklegt en að sonur forsætisráðherrans taki við stjórnataumum í millitíðinni. Þjálfara Chelsea, Jose Mourinho, finnst stórundarlegt hvað lið Arsenal virðist í hans huga fá fleiri frídaga milli leikja en önnur félög í ensku deildinni. Hefur kappinn farið mikinn um jólin og gagnrýnt mikið þá miklu pressu sem er á leikmönnum um jólahátíðina þegar félögin leika alls fjóra leiki á níu dögum. LeBron James, körfuboltastjarna Cleveland Cavaliers í bandarísku NBA deildinni, er formlega orðinn yngsti leikmaðurinn sem náð hefur 500 stoðsendingum og 500 fráköstum í deildinni. James, sem verður tvítugur á morgun, skoraði 40 stig í sigurleik liðs síns gegn Atlanta Hawks í fyrrakvöld og var aðeins þremur stigum frá því að jafna stigamet sitt sem hann náði gegn Detroit fyrir mánuði síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×