Tækifæri fyrir Geir 22. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Settum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara er vandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennra sjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfellingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmálamaður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir málefnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómarastöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits réttarins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalagið "heppilegastir" um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákonardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið á upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjandanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki vanhæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda andstöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Settum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara er vandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennra sjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfellingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmálamaður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir málefnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómarastöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits réttarins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalagið "heppilegastir" um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákonardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið á upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjandanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki vanhæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda andstöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar