Tækifæri fyrir Geir 22. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Settum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara er vandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennra sjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfellingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmálamaður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir málefnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómarastöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits réttarins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalagið "heppilegastir" um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákonardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið á upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjandanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki vanhæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda andstöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Settum dómsmálaráðherra við skipun hæstaréttadómara er vandi á höndum. Vandinn er togstreita er milli almennra sjónarmiða og flokkslegra. Geir Haarde þarf á næstu dögum að skipa nýjan dómara við Hæstarétt, vegna þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mat sjálfan sig vanhæfan og vék. Síðasta stöðuveiting við réttinn olli vanhæfi Björns nú og að mati margra pólitískri gengisfellingu hans. Björn stendur eftir þau mál veikar sem forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og orðstír hans sem málefnalegur stjórnmálamaður beið hnekki. Geir Haarde hefur sama orðstír að verja. Hann hefur reynst farsæll fjármálaráðherra og málefnalegur stjórnmálamaður innan þeirra marka sem stjórnmálavafstur gefur rými fyrir málefnalega framgöngu. Nú stendur hann frammi fyrir pytti Björns. Hæstiréttur hefur gefið umsögn um umsækjendur dómarastöðunnar. Þar eru tveir dæmdir hæfastir. Síðast þegar álits réttarins var leitað vegna skipunar dómara notaði rétturinn orðalagið "heppilegastir" um tvo umsækjendur. Nú eru umsækjendur flokkaðir frá þeim hæfustu til hins minnst hæfa. Enginn er dæmdur vanhæfur. Freistandi er að draga þá ályktun af orðalagi Hæstaréttar að þar séu á ferðinni viðbrögð við því hvernig ráðherra nýtti sér svigrúm hugtaksins heppilegur við síðustu skipun. Fyrir það hefur nú verið girt. Þótt menn geti deilt um það fyrirkomulag að Hæstiréttur meti umsækjendur, er vandséð að ráðherra geti gengið framhjá því áliti sem nú liggur fyrir. Valið stendur samkvæmt því á milli Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar. Hjördís Hákonardóttir stendur þessum tveim næst að hæfi að mati réttarins. Jafnréttissjónarmið gætu því vegið á upp á móti þeim mun sem rétturinn metur á hæfi hennar og hinna tveggja við val í stöðuna. Þar kvæði við nýjan tón við skipanir í æðstu embætti. Vandi Geirs liggur hins vegar í því að einn umsækjandanna, Jón Steinar Gunnlaugsson, er ötull talsmaður og vinur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gerir Jón Steinar ekki vanhæfan í stöðu dómara og er ekki tilefni til þess að hann gjaldi fyrir það. Það á hins vegar ekki að verða til þess að honum sé lyft með hentirökum upp fyrir umsækjendur sem hafa menntun og reynslu til starfans umfram Jón Steinar samkvæmt faglegu mati. Þetta er sú pólitíska gildra sem Geir stendur frammi fyrir. Ráði hann Jón Steinar, tapar hann almennum trúverðugleika sem mun veikja hann sem framtíðarleiðtoga flokksins. Taki hann þá afstöðu að ráða einn hinna þriggja hæfustu mun það valda andstöðu gegn honum í innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sú andstaða þegar fyrir hendi í flokknum og kannski jafn gott að hún fái að koma upp á yfirborðið nú. Vilji Geir taka við forystu Sjálfstæðisflokksins þegar Davíð Oddsson hættir, þarf hann að skilja sig frá stjórnunarstíl Davíðs og boða nýja tíma í forystu flokksins. Hann hefur tækifæri til þess nú.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun