Lögmálin gilda líka um útgerð 17. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Íslendingar gera sér á stundum nokkuð einkennilegar hugmyndir um áhuga annarra þjóða á sér. Frægt er í umræðu um EES samninginn þegar sumir sáu það sem sérstaka ógn að með frjálsu flæði fjármagns myndu útlendingar hópast til þess að kaupa upp jarðir á Íslandi. Frá 1994 hafa margar jarðir verið til sölu á Íslandi og lítið sést til biðraða útlendinga. Eitt var það sem lokunarmönnum tókst að verja. Það var fjárfesting erlendra aðila í sjávarútvegi. Eftir tíu ára reynslu af frjálsu flæði fjármagns milli Íslands og umheimsins ættu menn að staldra við og velta fyrir sér hvort fótur sé fyrir óttanum sem stjórnaði ákvörðun manna við innleiðingu EES samningsins. Reynsla íslensks atvinnulífs er að erfitt er að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar, fyrir utan stóriðju, er tilkominn vegna þess að hlutabréf innlendra fyrirtækja hafa verið notuð sem skiptimynt í yfirtöku íslenskra fyrirtækja á erlendum. Virkur hlutabréfamarkaður hefur stutt innlend fyrirtæki og gert þeim kleift að nýta sér tækifæri erlendis í mörgum tilfellum með glæsilegum árangri. Eðlilegt er að menn spyrji sig, líkt og forstjóri Kauphallar Íslands gerði í Fréttablaðinu í gær, hvort sér reglur um sjávarútveg séu fremur markaðshindrun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í útrás, en hindrun fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Fyrir tíu árum litu flestir svo á að sjávarútvegurinn yrði forystugrein Íslendinga í útrás atvinnulífsins. Rökin voru þau að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki væru best reknu sjávarútvegsfyrirtæki í heimi. Hér á landi byggju menn yfir yfirburðar þekkingu á greininni. Þessi spásögn hefur ekki orðið að veruleika. Lyfjaframleiðsla, stoðtæki, framleiðsla kældra matvara og fjármálaþjónusta hafa verið helstu útrásargreinar þjóðarinnar undanfarin ár. Í ljósi þess eiga menn að spyrja sig róttækrar spurningar. Ef sjávarútvegurinn sæti við sama borð og aðrar atvinnugreinar stæði þá erlendum útgerðarmönnum ekki meiri ógn af útrás Íslendinga, en Íslendingum af erlendri innrás? Sjávarútvegurinn hefur verið að feta braut frá veröld veiðimannsins til veraldar viðskiptanna. Rökin um samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja frá því fyrir tíu árum eru í fullu gildi. Frjálst flæði fjármagns inn og út úr sjávarútvegi mun að líkindum færa greininni nýjan kraft og ný sóknarfæri. Hindrunin er að enn líta menn á sjávarútveginn eins og eitthvert einangrað fyrirbæri í heimi rekstrar og viðskipta. Sjávarútvegurinn er eins og hver önnur atvinnugrein sem lýtur sömu lögmálum og aðrar greinar. Umræðan um hana hefur hingað til lotið öðrum lögmálum af sögulegum og tilfinningalegum ástæðum. Sú afstaða getur takmarkað framþróun og sókn íslensks sjávarútvegs.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun