Eftirlætiskennarinn 18. ágúst 2004 00:01 "Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. "Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo neftóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tímanum að regla númer eitt í söngnámi væri að trúa aldrei kennaranum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari getur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verður að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýnandi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jónssyni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðisaldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda sönginn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk símtal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann "nei, þú ert ekkert tilbúinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt". Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: "Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður". Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann," segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusviðinu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu. Nám Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. "Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo neftóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tímanum að regla númer eitt í söngnámi væri að trúa aldrei kennaranum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari getur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verður að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýnandi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jónssyni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðisaldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda sönginn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk símtal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann "nei, þú ert ekkert tilbúinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt". Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: "Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður". Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann," segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusviðinu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu.
Nám Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira