Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 09:29 Yuval Raphael kom fram fyrir Ísrael á síðasta ári. Ísrael lenti í öðru sæti í Eurovision. Vísir/EPA Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Margar þjóðir, þar á meðal Ísland, höfðu lýst yfir áhyggjum af þátttöku Ísraels í keppninni og mögulegum áhrifum sem þjóðin hafði á atkvæðagreiðslu í síðustu keppni. Bæði vegna innrásar Ísraels í Palestínu en einnig vegna mögulegra áhrifa ísraelskra stjórnvalda á atvæðagreiðsluna. Ísrael lenti í öðru sæti með lag sitt New Day will Rise með Yuval Raphael og vann atkvæðagreiðsku meðal áhorfenda. Lagið fjallar um árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Tilkynnt var í október, þegar vopnahlé var undirritað á milli Hamas og Ísraels, að engin atkvæðagreiðsla um þátttöku Ísraels myndi fara fram eins og tilkynnt hafði verið um. Atkvæðagreiðslan hefði átt að fara fram í nóvember. EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, segir í tilkynningu að aðeins verði haldið áfram að vinna að atkvæðagreiðslunni ef nýjar reglur sem kynntar voru í dag um atkvæðagreiðslu og markaðssetningu laga duga ekki til. „Við höfum hlustað og við höfum brugðist við,“ segir Martin Green, framkvæmdastjóri Eurovision, í yfirlýsingunni. Hann segir hlutleysi afar mikilvægt fyrir EBU, aðildarríkin og alla áhorfendur. Tekið á afskiptum þriðja aðila Í tilkynningu EBU segir að allar nýjar ráðstafanir varðandi atkvæðagreiðslu í keppninni 2026 byggi á víðtæku samráði og að hertari takmarkanir á markaðssetningu eigi að sporna við áhrifum frá þriðju aðilum, til dæmis herferðum sem eru studdar af stjórnvöldum. Í tilkynningu EBU segir að þó svo að listamenn, útvarpsstöðvar og útgáfufyritæki muni alltaf kynna lögin, og það sé hlutverk þeirra, þá sé nú búið að setja reglur sem banna listamönnum og útvarpstöðvum að taka þátt í herferðum sem eru skipulagðar eða greiddar af þriðja aðila, eins og stjórnvöldum. Það geti skekkt atkvæðagreiðsluna. JJ frá Austurríki fagnar sigri í fyrra. Keppnin verður haldin í Vín á næsta ári. Vísir/EPA Í tilkynningu segir einnig að EBU muni ekki umbera tilraunir til að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna sem geti haft áhrif á úrslitin. Verði einhver uppvís að því verði tekið á því. Mega bara greiða atkvæði tíu sinnum Þá hefur verið tilkynnt að þak hafi verið sett á atkvæðagreiðslu og að áhorfendur megi aðeins greiða atkvæði tíu sinnum í staðinn fyrir tuttugu sinnum. Samhliða því verða áhorfendum hvattir til að dreifa atkvæðum sínum á marga þátttakendur. Þá mun dómnefnd sérfræðinga snúa aftur í undanúrslitin, dómurum verður fjölgað úr fimm í sjö og sett skilyrði um að allavega tveir þeirra veðri á aldrinum 18 til 25 ára. Á sama tíma hafa skilyrði um þátttöku sem dómari verið útvíkkuð. Atkvæði dómnefndar og áhorfenda munu gilda jafnt samkvæmt tilkynningunni. Þá verða einnig gerðar tæknilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og bera kennsl á ef samræmd kosning er í gangi eða einhver svik í kosningu. Í desember verður einnig haldinn aðalfundur fyrir aðildarstöðvarnar. Þar munu aðildarríki ræða hvort nýjar ráðstafanirnar og öryggismatið séu nóg. Í tilkynningu EBU segir að óháður ráðgjafi hafi stýrt endurskoðun á kerfum EBU í samráði við framkvæmdastjóra. Eurovision-keppnin fer fram í Wiener Stadthalle í Vín í Austurríki þann 16. maí á næsta ári. Sama dag ganga Íslendingar til sveitastjórnarkosninga. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Austurríki Eurovision 2026 Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Margar þjóðir, þar á meðal Ísland, höfðu lýst yfir áhyggjum af þátttöku Ísraels í keppninni og mögulegum áhrifum sem þjóðin hafði á atkvæðagreiðslu í síðustu keppni. Bæði vegna innrásar Ísraels í Palestínu en einnig vegna mögulegra áhrifa ísraelskra stjórnvalda á atvæðagreiðsluna. Ísrael lenti í öðru sæti með lag sitt New Day will Rise með Yuval Raphael og vann atkvæðagreiðsku meðal áhorfenda. Lagið fjallar um árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Tilkynnt var í október, þegar vopnahlé var undirritað á milli Hamas og Ísraels, að engin atkvæðagreiðsla um þátttöku Ísraels myndi fara fram eins og tilkynnt hafði verið um. Atkvæðagreiðslan hefði átt að fara fram í nóvember. EBU, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, segir í tilkynningu að aðeins verði haldið áfram að vinna að atkvæðagreiðslunni ef nýjar reglur sem kynntar voru í dag um atkvæðagreiðslu og markaðssetningu laga duga ekki til. „Við höfum hlustað og við höfum brugðist við,“ segir Martin Green, framkvæmdastjóri Eurovision, í yfirlýsingunni. Hann segir hlutleysi afar mikilvægt fyrir EBU, aðildarríkin og alla áhorfendur. Tekið á afskiptum þriðja aðila Í tilkynningu EBU segir að allar nýjar ráðstafanir varðandi atkvæðagreiðslu í keppninni 2026 byggi á víðtæku samráði og að hertari takmarkanir á markaðssetningu eigi að sporna við áhrifum frá þriðju aðilum, til dæmis herferðum sem eru studdar af stjórnvöldum. Í tilkynningu EBU segir að þó svo að listamenn, útvarpsstöðvar og útgáfufyritæki muni alltaf kynna lögin, og það sé hlutverk þeirra, þá sé nú búið að setja reglur sem banna listamönnum og útvarpstöðvum að taka þátt í herferðum sem eru skipulagðar eða greiddar af þriðja aðila, eins og stjórnvöldum. Það geti skekkt atkvæðagreiðsluna. JJ frá Austurríki fagnar sigri í fyrra. Keppnin verður haldin í Vín á næsta ári. Vísir/EPA Í tilkynningu segir einnig að EBU muni ekki umbera tilraunir til að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna sem geti haft áhrif á úrslitin. Verði einhver uppvís að því verði tekið á því. Mega bara greiða atkvæði tíu sinnum Þá hefur verið tilkynnt að þak hafi verið sett á atkvæðagreiðslu og að áhorfendur megi aðeins greiða atkvæði tíu sinnum í staðinn fyrir tuttugu sinnum. Samhliða því verða áhorfendum hvattir til að dreifa atkvæðum sínum á marga þátttakendur. Þá mun dómnefnd sérfræðinga snúa aftur í undanúrslitin, dómurum verður fjölgað úr fimm í sjö og sett skilyrði um að allavega tveir þeirra veðri á aldrinum 18 til 25 ára. Á sama tíma hafa skilyrði um þátttöku sem dómari verið útvíkkuð. Atkvæði dómnefndar og áhorfenda munu gilda jafnt samkvæmt tilkynningunni. Þá verða einnig gerðar tæknilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og bera kennsl á ef samræmd kosning er í gangi eða einhver svik í kosningu. Í desember verður einnig haldinn aðalfundur fyrir aðildarstöðvarnar. Þar munu aðildarríki ræða hvort nýjar ráðstafanirnar og öryggismatið séu nóg. Í tilkynningu EBU segir að óháður ráðgjafi hafi stýrt endurskoðun á kerfum EBU í samráði við framkvæmdastjóra. Eurovision-keppnin fer fram í Wiener Stadthalle í Vín í Austurríki þann 16. maí á næsta ári. Sama dag ganga Íslendingar til sveitastjórnarkosninga.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Austurríki Eurovision 2026 Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira