Menning

Trylltust við taktinn í barokkbúningum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það var truflað stuð á viðburðinum Barokk á klúbbnum.
Það var truflað stuð á viðburðinum Barokk á klúbbnum. Kjartan Hreinsson

Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. 

Tónleikarnir voru hluti af tónlistarhátíðinni State of the Art sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 

Þar kenndi ýmissa grasa en á meðal viðburða var boðhlaup Söngvaskálda þar sem tónlistarfólkið KK, Bríet, Mugison, Jón Jónsson, GDRN, Una Torfa, Bjarni Daníel og Elín Hall sömdu öll nýtt lag fyrir hvort annað og fluttu í hring ásamt hljómsveit.

Sömuleiðis má nefna að pólska píanóstjarnan Hania Rani lék fyrir troðfullri Fríkirkju, fjórir hljóðgervlaleikarar léku tónlist fyrir plöntur í Garðheimum af plötunni Plantasíu, Karitas Lotta, Íris Ásmundar og Magnús Jóhann frumfluttu dansverkið See Instructions í TBR og Floni og sveitin Supersport leiddu saman hesta sína fyrir fullu húsi í Iðnó. 

„Það gekk allt frábærlega vel og það var meiri meðbyr með hátíðinni í ár miðað við fyrstu hátíðina okkar í fyrra. Hátíðarpassarnir seldust upp og það var uppselt á flesta viðburðina. 

Við aðstandendur hátíðarinnar erum í skýjunum með viðtökurnar og allt það frábæra fólk sem kom að hátíðinni og hjálpaði henni að verða að veruleika,“ segir Magnús Jóhann í sjöunda himni með liðna viku. 

Á tónleikunum Barokk á klúbbnum voru helstu slagarar barokk tímabilsins fluttir í raftónlistarbúningi. Strengjakvartett, plötusnúður og hljómborðsleikari önnuðust flutninginn auk þess að vera klædd í barokkbúninga með hárkollur og andlitsfarða.

Raftónlistarbúningur laganna var ekki af verri endanum en nokkrir helstu taktsmiðir Íslands lögðu hönd á plóg Young Nazareth, Mistersir og Floni.

„Stemningin á Auto var frábær og Barokk á klúbbnum er komið til að vera og verður endurtekið að ári liðnu. Þannig að öll þau sem misstu af þessu í ár geta byrjað að hlakka til október á næsta ári. 

Við endurtökum leikinn á sama tíma á næsta ári og erum þegar byrjaðir að selja Super early bird hátíðarpassa á góðum prís. Þannig að þeir einstaklingar sem vilja gulltryggja það að komast á Barokk á klúbbnum að ári liðnu geta gert góð kaup, strax í dag.“

Hér má sjá vel valdar myndir frá hátíðinni: 

Barokk fyrir fólkið.Kjartan Hreinsson
Bjarni Frímann tryllti lýðinn ekkert eðlilega flottur.Kjartan Hreinsson
Afturgangan á Auto eða Magnús Jóhann? Kjartan Hreinsson
Supersport og Flóni í Iðnó.Ingibjörg Friðriksdóttir
Boðhlauparar í fíling. Ingibjörg Friðriksdóttir
Guðbjartur Hákonarson Barokk prins. Ingibjörg Friðriksdóttir
Plantasia í Garðheimum.Ingibjörg Friðriksdóttir
Magnús Jóhann og Bjarni Frímann barokka feitt.Ingibjörg Friðriksdóttir
Hania Rani með truflaða sýningu.Ingibjörg Friðriksdóttir
Nilli ber á bumbur á barokkinu.Kjartan Hreinsson
Magnús Jóhann og Karítas Lotta í dansverkinu See Instructions í TBR.Ingibjörg Friðriksdóttir
Trompetleikarinn Pétur Arnþórsson. Kjartan Hreinsson
KK undirbýrt sig fyrir sviðið. Ingibjörg Friðriksdóttir
Anna Elísabet Sigurðardóttir glæsileg. Ingibjörg Friðriksdóttir
Það var stappað stuð á barokkinu.Ingibjörg Friðriksdóttir
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir barokkari. Ingibjörg Friðriksdóttir
Blöðrum grýtt í fólkið.Kjartan Hreinsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.