Viðskipti

Útlit fyrir 8,2 milljarða hagnað hjá Arion banka

Samkvæmt drögum að uppgjöri Arion banka fyrir þriðja ársfjórðung hagnaðist bankinn um 8,2 milljarða króna og er reiknuð arðsemi á ársgrundvelli um 17%. Afkoman er umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila en bankinn hagnaðist um 4,0 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020.

Viðskipti innlent

Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum

„Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna.

Atvinnulíf

Þrír sérfræðingar ganga til liðs við Attentus

Attentus – mannauður og ráðgjöf hefur fengið til liðs við sig þrjá öfluga sérfræðinga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikil aukning hafi verið í úttektum á mannauðsmálum og samskiptum. Nýja fólkið komi inn í öflugt samskiptateymi Attentus, ásamt því að sinna mannauðsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf á sviði vinnuréttar.

Viðskipti innlent

Yfir nífalt fleiri brottfarir í september

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 108 þúsund í septembermánuði. Horfa þarf nokkur ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í september en um að ræða 969% aukningu milli ára.

Viðskipti innlent

Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu

Kristalina Georgieva getur setið áfram sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að stjórn hans lýsti yfir fullum stuðningi við hana að liknum fundi í gær. Taldi stjórnin ekki fullsannað að Georgieva hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu Kína þegar hún starfaði fyrir Alþjóðabankann.

Viðskipti erlent