Bleiki liturinn settur í sviðsljósið með nýjum kerrum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 10:28 Bleiku kerrurnar eru minni en þær gulu. Þá þarf ekki að teygja sig jafn langt niður í hana. Vísir/Vilhelm Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur. Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur.
Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira