„Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. janúar 2023 21:21 Páll Heiðar Pálsson fasteignasali segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Vísir/Arnar Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa skilað árangri að sögn fasteignasala sem segir húsnæðisverð ekki fara hækkandi. Frekari vaxtahækkanir muni þó frysta markaðinn. Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fáar íbúðir séu til sölu með greiðslubyrði undir 250 þúsund krónum. Fyrir þá sem taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði og eru með greiðslugetu upp á 250 þúsund - eru aðeins um hundrað íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en í byrjun ársins 2020 voru þær yfir 800. „Þetta er svona að segja okkur það að reglurnar sem bankinn er að setja takmarkar fjölda fólks til þess að fara inn á markaðinn miðað við óverðtryggt lán sem þýðir það, að rosalega margir eru að fara yfir í verðtryggt lán,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. Hann telur ákvarðanir seðlabankans skila árangri. „Af því að frá og með að bankinn hækkaði vexti þá tempraðist hækkun á fasteignaverði sem var náttúrulega markmiðið - einmitt til að tempra verðbólgu. Þannig að þetta er klárlega að hjálpa.“ Hann segir að haustið hafi verið mjög rólegt. Októbermánuður var söluminnsti mánuðurinn í tíu ár - en Páll segir markaðinn vera að taka við sér. „Við erum að sjá fleira fólk á opnum húsum, við erum að sjá fleiri tilboð og við erum ekki að sjá sömu ládeyðu og hefur verið í haust þannig okkar upplifun er sú að markaðurinn sé að taka við sér. En hvað getur skýrt það? „[Það] gætu verið kjarasamningarnir. Ég var á þeirri skoðun að það þrennt þyrfti að gerast svo markaðurinn færi af stað af alvöru. Það eru náttúrulega kjarasamningarnir, vextir og verðbólga þarf að lækka.“ Næsti ákvörðunardagur peningastefnunefndar er í febrúar og segir Páll að frekari vaxtahækkun muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir fasteignamarkaðinn. „Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn. Hann hefur kólnað miðað við sama tíma í fyrra en er alls ekki frosinn. Það gengur vel, það gengur öllum vel að kaupa og selja en ég held að þetta muni útiloka fleiri kaupendur að komast inn á markaðinn ef vextir hækka enn frekar.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að fáar íbúðir séu til sölu með greiðslubyrði undir 250 þúsund krónum. Fyrir þá sem taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði og eru með greiðslugetu upp á 250 þúsund - eru aðeins um hundrað íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en í byrjun ársins 2020 voru þær yfir 800. „Þetta er svona að segja okkur það að reglurnar sem bankinn er að setja takmarkar fjölda fólks til þess að fara inn á markaðinn miðað við óverðtryggt lán sem þýðir það, að rosalega margir eru að fara yfir í verðtryggt lán,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. Hann telur ákvarðanir seðlabankans skila árangri. „Af því að frá og með að bankinn hækkaði vexti þá tempraðist hækkun á fasteignaverði sem var náttúrulega markmiðið - einmitt til að tempra verðbólgu. Þannig að þetta er klárlega að hjálpa.“ Hann segir að haustið hafi verið mjög rólegt. Októbermánuður var söluminnsti mánuðurinn í tíu ár - en Páll segir markaðinn vera að taka við sér. „Við erum að sjá fleira fólk á opnum húsum, við erum að sjá fleiri tilboð og við erum ekki að sjá sömu ládeyðu og hefur verið í haust þannig okkar upplifun er sú að markaðurinn sé að taka við sér. En hvað getur skýrt það? „[Það] gætu verið kjarasamningarnir. Ég var á þeirri skoðun að það þrennt þyrfti að gerast svo markaðurinn færi af stað af alvöru. Það eru náttúrulega kjarasamningarnir, vextir og verðbólga þarf að lækka.“ Næsti ákvörðunardagur peningastefnunefndar er í febrúar og segir Páll að frekari vaxtahækkun muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir fasteignamarkaðinn. „Ég held að það muni algjörlega frysta markaðinn. Hann hefur kólnað miðað við sama tíma í fyrra en er alls ekki frosinn. Það gengur vel, það gengur öllum vel að kaupa og selja en ég held að þetta muni útiloka fleiri kaupendur að komast inn á markaðinn ef vextir hækka enn frekar.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira