Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 10:33 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Rut Sigurðardóttir Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var hún beðin um að leggja mat á nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í gær. Þær leiddu í ljós að verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 9,9 prósent. „Við erum auðvitað að sjá það að helmingur af þessum hækkunum á vísitölu neysluverðs núna á milli mánaða er til kominn vegna skattahækkana og hækkunum á opinberum gjöldum. Þannig að það má eiginlega segja að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna. Við erum auðvitað líka að sjá hækkanir á nauðsynjavöru, eins og matvöru og eins eldsneyti. Svo eru ýmis gjöld tengd bílum að hækka mjög mikið,“ sagði Auður Alfa. Slær hún þar með í sama streng og Neytendasamtökin, sem bentu á hið sama í gær. Þá benti aðalhagfræðingur Arion banka einnig á það í gær að megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar mætti rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera. Verðbólgumælingin setti einnig þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Auður Alfa var einnig spurð að því hvað væri hægt að gera til að ná verðbólgunni niður. „Stjórnvöld þurfa auðvitað að fara að sýna að þau standi með almenningi. Bæði beita velferðarkerfinu til þess að lina höggið af verðbólgunni og lækka skatta. Þetta eru hvoru tveggja aðgerðir sem löndin í kringum okkur hafa verið að ráðast í. Svo þurfa þau að láta af óréttlátri skattheimtu og beina spjótum sínum frekar að þeim sem hafa breiðu bökin í samfélaginu. Svo auðvitað sjáum við það svigrúm fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja á þessum fákeppnismarkaði, eins og eldsneytis og matvörumarkaði, að það er töluvert, til þess að lækka verð. Við auðvitað köllum eftir því að fyrirtæki sjái sóma sinn í að gera það,“ sagði hún. Hún reiknar þó með því að verðbólgan fari hjaðnandi næstu misseri. „Við viljum nú meina það að verðbólgan fari að hjaðna og hækkanir á nauðsynjavöru hafi toppað núna. Þá förum við eflaust að sjá húsnæðisliðinn detta meira inn, þannig að lækkun á húsnæðisliðnum fari að hafa meiri áhrif á lækkun á verðbólgunni.“ Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Verslun Seðlabankinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Auðar Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var hún beðin um að leggja mat á nýjustu verðbólgutölurnar sem birtust í gær. Þær leiddu í ljós að verðbólga síðustu tólf mánaða mælist 9,9 prósent. „Við erum auðvitað að sjá það að helmingur af þessum hækkunum á vísitölu neysluverðs núna á milli mánaða er til kominn vegna skattahækkana og hækkunum á opinberum gjöldum. Þannig að það má eiginlega segja að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna. Við erum auðvitað líka að sjá hækkanir á nauðsynjavöru, eins og matvöru og eins eldsneyti. Svo eru ýmis gjöld tengd bílum að hækka mjög mikið,“ sagði Auður Alfa. Slær hún þar með í sama streng og Neytendasamtökin, sem bentu á hið sama í gær. Þá benti aðalhagfræðingur Arion banka einnig á það í gær að megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar mætti rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera. Verðbólgumælingin setti einnig þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Auður Alfa var einnig spurð að því hvað væri hægt að gera til að ná verðbólgunni niður. „Stjórnvöld þurfa auðvitað að fara að sýna að þau standi með almenningi. Bæði beita velferðarkerfinu til þess að lina höggið af verðbólgunni og lækka skatta. Þetta eru hvoru tveggja aðgerðir sem löndin í kringum okkur hafa verið að ráðast í. Svo þurfa þau að láta af óréttlátri skattheimtu og beina spjótum sínum frekar að þeim sem hafa breiðu bökin í samfélaginu. Svo auðvitað sjáum við það svigrúm fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja á þessum fákeppnismarkaði, eins og eldsneytis og matvörumarkaði, að það er töluvert, til þess að lækka verð. Við auðvitað köllum eftir því að fyrirtæki sjái sóma sinn í að gera það,“ sagði hún. Hún reiknar þó með því að verðbólgan fari hjaðnandi næstu misseri. „Við viljum nú meina það að verðbólgan fari að hjaðna og hækkanir á nauðsynjavöru hafi toppað núna. Þá förum við eflaust að sjá húsnæðisliðinn detta meira inn, þannig að lækkun á húsnæðisliðnum fari að hafa meiri áhrif á lækkun á verðbólgunni.“
Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Verslun Seðlabankinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Tengdar fréttir Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08 Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Sjá meira
Breki segir Bjarna tolla bús, bíla og búvörur í botn Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem stjórnin segir leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. 30. janúar 2023 17:08
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag. 30. janúar 2023 15:58