Spá að verðbólga hjaðni um tæp sjö prósent á næstu tveimur árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 10:03 Þjóðhagsspá Íslandsbanka var birt í morgun. Vísir/Vilhelm Verðbólga mun hjaðna úr þeim tæpum 10 prósent sem hún nemur núna niður í 2,8 prósent árið 2025 gangi ný Þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Þá spáir greiningardeild bankans að atvinnuleysi muni standa í stað á árinu. Útlit er fyrir að hagvöxtur á síðasta árið hafi verið 7,0 prósent þar sem mikill kraftur var í eftirspurnarvexti og ferðaþjónustan náði vopnum sínum á ný. Þá hafa hagvaxtarhorfur í ár batnað frá síðustu spá og 3,4 prósenta hagvexti spáð á árinu. Fram kemur í Þjóðhagsspá Íslandsbanka að útlit sé fyrir samskonar hagvöxt á næsta ári þar sem hlutur einkaneyslu og fjárfestingar eykst á ný en dregur úr útflutningsvexti. Á síðasta ári spátímans, árið 2025, er spáð tæplega 3 prósenta hagvexti og ræður hægari útflutningsvöxtur mestu um hægari hagvöxt. Eins og áður segir spáir greiningardeildin því að verðbólgan hjaðni. Ársverðbólga jókst nú í janúar og mælist 9,9 prósent. Spáin hljóðar svo að verðbólgan verði að meðaltali 7,6 prósent á þessu ári. Á næsta ári verði hún að meðaltali 4,5 prósent og 2,8 prósent árið 2025. Þannig verði verðbólgan árið 2025 farin að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans ef allt gengur eftir. Þá mun draga úr spennu á vinnumarkaði að mati greiningardeildar. Áfram verði þó talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl, sérstaklega í greinum eins og byggingarstarfsemi. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtæki landsins telja 53 prósent þeirra skort vera á starfsfólki. Mestur skorturinn er í byggingargeiranum. Næst mestur mælist skortur á starfsfólki hjá fyrirtækjum í verslun og þar á eftir ferðaþjónustu. Útlit er því fyrir enn frekari fjölgun starfa á næstu misserum sem líklegt er talið að verði að stórum hluta mönnuð af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk hérlendis telur um 45 þúsund, eða um 21 prósent allra á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi er þá talið munu standa í stað á árinu. Skráð atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í desember og spáir bankinn því að það haldist svipað á árinu. Deildin spáir því þá að kaupmáttur launa aukist á nýjan leik strax á þessu ári vegna þeirra samninga sem hafa verið undirritaðir af 40 prósent vinnumarkaðar. Bankinn spáir 1 prósenta kaupmáttarvexti á árinu og tæplega 2 prósentum árin 2024 og 2025 Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Útlit er fyrir að hagvöxtur á síðasta árið hafi verið 7,0 prósent þar sem mikill kraftur var í eftirspurnarvexti og ferðaþjónustan náði vopnum sínum á ný. Þá hafa hagvaxtarhorfur í ár batnað frá síðustu spá og 3,4 prósenta hagvexti spáð á árinu. Fram kemur í Þjóðhagsspá Íslandsbanka að útlit sé fyrir samskonar hagvöxt á næsta ári þar sem hlutur einkaneyslu og fjárfestingar eykst á ný en dregur úr útflutningsvexti. Á síðasta ári spátímans, árið 2025, er spáð tæplega 3 prósenta hagvexti og ræður hægari útflutningsvöxtur mestu um hægari hagvöxt. Eins og áður segir spáir greiningardeildin því að verðbólgan hjaðni. Ársverðbólga jókst nú í janúar og mælist 9,9 prósent. Spáin hljóðar svo að verðbólgan verði að meðaltali 7,6 prósent á þessu ári. Á næsta ári verði hún að meðaltali 4,5 prósent og 2,8 prósent árið 2025. Þannig verði verðbólgan árið 2025 farin að nálgast 2,5 prósenta markmið Seðlabankans ef allt gengur eftir. Þá mun draga úr spennu á vinnumarkaði að mati greiningardeildar. Áfram verði þó talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl, sérstaklega í greinum eins og byggingarstarfsemi. Samkvæmt nýlegri könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtæki landsins telja 53 prósent þeirra skort vera á starfsfólki. Mestur skorturinn er í byggingargeiranum. Næst mestur mælist skortur á starfsfólki hjá fyrirtækjum í verslun og þar á eftir ferðaþjónustu. Útlit er því fyrir enn frekari fjölgun starfa á næstu misserum sem líklegt er talið að verði að stórum hluta mönnuð af erlendu starfsfólki. Erlent starfsfólk hérlendis telur um 45 þúsund, eða um 21 prósent allra á vinnumarkaði. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Atvinnuleysi er þá talið munu standa í stað á árinu. Skráð atvinnuleysi mældist 3,3 prósent í desember og spáir bankinn því að það haldist svipað á árinu. Deildin spáir því þá að kaupmáttur launa aukist á nýjan leik strax á þessu ári vegna þeirra samninga sem hafa verið undirritaðir af 40 prósent vinnumarkaðar. Bankinn spáir 1 prósenta kaupmáttarvexti á árinu og tæplega 2 prósentum árin 2024 og 2025
Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira