Viðskipti innlent

Síminn ó­sam­mála Sam­keppnis­eftir­litinu: Á­skrif­endur Nova fái að­gang að enska boltanum

Samkeppniseftirlitið gaf í dag frá sér bráðabirgðaákvörðun vegna sennilegs brots símans gegn samkeppnislögum. Með því að synja Nova um heildsölu og dreifingu á sjónvarpsstöðinni Símanum Sport segir eftirlitið sennilegt að samkeppnislög hafi verið brotin. Í yfirlýsingu frá Símanum segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðun eftirlitsins. 

Viðskipti innlent

Ekki víst að allir haldi vinnunni hjá Brim

Alls missir 31 vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu. Formaður stéttarfélags segir fólk hafa tekið uppsögninni ágætlega og hafi líklega búist við þessu. 

Viðskipti innlent

Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að

Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður.

Viðskipti innlent

Lokar fisk­vinnslu í Hafnar­firði og segir upp þorra starfs­fólks

Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí.

Viðskipti innlent

Ís­lands­banki hagnaðist um 12,4 milljarða

Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum.

Viðskipti innlent

Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna

Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar.

Viðskipti innlent

Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka

Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti.

Viðskipti innlent

Skila­boðin séu ekki: „Verið nú góð við túr­istana!“

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir mark­miðið með nýju ár­veknis­á­taki um gest­risni ekki vera að tala niður til Ís­lendinga heldur til þess að minna á þann á­vinning sem ferða­þjónustan hefur í för með sér fyrir þjóðar­búið. Ís­lendingar þyki meðal gest­risnustu þjóða í heimi og þannig sé gest­risnin orðin að sölu­vöru.

Viðskipti innlent

Birna með 56,6 milljónir króna í starfs­loka­samning

Ráðningar­samningur Birnu Einars­dóttur, banka­stjóra Ís­lands­banka, kvað á um tólf mánaða upp­sagnar­frest og er gjald­færsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hlut­hafa vegna fyrir­hugaðs hlut­hafa­fundar sem fer fram þann 28. júlí næst­komandi.

Viðskipti innlent

Ný ak­braut sem heitir Mike

Ný akbraut var formlega tekin í notkun á Keflvíkurflugvelli í dag. Brautin er fyrsta viðbót Isavia við flugbrautarkerfið á vellinum en allar aðrar breytingar á því hafa verið framkvæmdar af Bandaríkjaher og NATO. 

Viðskipti innlent