Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2025 13:40 Veitingahúsið Flame í Katrínartúni hefur nú þurft að greiða starfsmönnum fjórtán milljónir króna í vangoldin laun og réttindi. Vísir/Egill Veitingastaðurinn Flame þarf að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum sínum þrjár og hálfa milljón króna í vangoldin laun samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness. Greiðslurnar koma til viðbótar við meira en tíu milljónir sem staðurinn hafði áður greitt starfsmönnunum eftir afskipti stéttarfélags. Matvæla- og veitingafélag Íslands (Matvís) stefndi veitingahúsinu Flame í Katrínartúni fyrir héraðsdómi fyrir hönd starfsmannanna sem töldu sig eiga inni vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness felldi dóm í málinu á mánudag og féllst á allar kröfur Matvís, að því er segir í tilkynningu á vef félagsins. Flame þarf að greiða starfsmönnunum þremur þrjár og hálfa milljóna króna auk dráttarvaxta samkvæmt dómnum. Staðurinn hafði áður greitt þeim 10,5 milljónir króna eftir að Matvís gekk á eigendur hans árið 2022. Alls hefur Flame því þurft að greiða starfsmönnunum fjórtán milljónir króna vegna vangoldinna launa og annarra réttinda. Forsaga málsins er sú að Matvís fékk upplýsingar um að starfsmenn Flame hefðu ekki fengið greitt eftir kjarasamningum og lögum sumarið 2022. Starfsmenn vinnueftirlits Matvís heimsóttu staðinn og sögðust hafa upplýst um umfangsmikil brot á starfsfólki. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Matvís bótaskylt vegna þessarar eftirlitsheimsóknar í október. Taldi dómurinn að fulltrúar stéttarfélagsins hefðu bakað eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk til þess að hætta í vinnunni jafnvel þótt talið hefði verið sannað að það fengi ekki greidd laun í samræmi við lög. Matvís segir í tilkynningu sinni nú að Héraðsdómur Reykjaness hafi staðfest að starfsfólk Flame hafi verið í fullum rétti að ganga úr störfum sínum vegna vanefnda vinnuveitanda síns. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47 Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Matvæla- og veitingafélag Íslands (Matvís) stefndi veitingahúsinu Flame í Katrínartúni fyrir héraðsdómi fyrir hönd starfsmannanna sem töldu sig eiga inni vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness felldi dóm í málinu á mánudag og féllst á allar kröfur Matvís, að því er segir í tilkynningu á vef félagsins. Flame þarf að greiða starfsmönnunum þremur þrjár og hálfa milljóna króna auk dráttarvaxta samkvæmt dómnum. Staðurinn hafði áður greitt þeim 10,5 milljónir króna eftir að Matvís gekk á eigendur hans árið 2022. Alls hefur Flame því þurft að greiða starfsmönnunum fjórtán milljónir króna vegna vangoldinna launa og annarra réttinda. Forsaga málsins er sú að Matvís fékk upplýsingar um að starfsmenn Flame hefðu ekki fengið greitt eftir kjarasamningum og lögum sumarið 2022. Starfsmenn vinnueftirlits Matvís heimsóttu staðinn og sögðust hafa upplýst um umfangsmikil brot á starfsfólki. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Matvís bótaskylt vegna þessarar eftirlitsheimsóknar í október. Taldi dómurinn að fulltrúar stéttarfélagsins hefðu bakað eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk til þess að hætta í vinnunni jafnvel þótt talið hefði verið sannað að það fengi ekki greidd laun í samræmi við lög. Matvís segir í tilkynningu sinni nú að Héraðsdómur Reykjaness hafi staðfest að starfsfólk Flame hafi verið í fullum rétti að ganga úr störfum sínum vegna vanefnda vinnuveitanda síns. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins.
Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47 Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06