Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. janúar 2025 12:09 Morgunumferð í Reykjavík. Nýskráning bíla dróst saman árið 2024 samanborið við árið 2023. Vísir/Vilhelm Nýskráning fólksbíla árið 2024 dróst saman um 42% samanborið við árið 2023 samkvæmt Bílgreinasambandinu. Samdrátturinn nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að alls hafi verið nýskráðir 10.243 nýir fólksbílar á árinu og var tæplega helmingur þeirra skráður sem bílaleigubílar. Flestar nýskráningar hafi átt sér stað í maí 2024 þegar 2.008 fólksbílar voru nýskráðir. Samanburður á nýskráningum bíla síðustu sex ár.Bílgreinasambandið Flestir nýskráðir fólksbílar á árinu voru rafmagnsbílar, meira en einn af hverjum fjórum nýskráðum bílum var rafmagnsbíll. Næstalgengustu fólksbílarnir voru díselbílar sem voru 22 prósent af öllum nýskráningum. Algengustu nýskráðu bílategundirnar árið 2024 voru Toytota og Kia. Hvort er það Tesla eða Toyota? Einstaklingar voru skráðir fyrir 3.817 nýjum fólksbílum á árinu 2024 samkvæmt tilkynningunni. Það eru helmingi færri nýskráðir fólksbílar en árið 2023 þegar þeir voru 7.875 talsins. Samanburður á nýskráningum bíla hjá einstaklingum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestar nýskráningar ársins 2024 voru í október þegar 465 fólksbílar voru nýskráðir. Flestir nýskráðir fólksbílar á einstaklinga voru rafmagnsbílar eða tæplega helmingur. Þar á eftir voru tengiltvinnbílar. Algengustu nýskráðu tegundir einstaklinga á árinu 2024 voru Toyota og Tesla. Almenn fyrirtæki og bílaleigur Bílaleigubílar voru um helmingur allra nýskráðra fólksbíla á árinu. Samtals voru nýskráðir 4.904 bílaleigubílar árið 2024 sem er 30% lækkun frá fyrra ári. Samanburður á nýskráningum hjá ökutækjaleigum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestir bílaleigubílar voru nýskráðir í maí 2024 og algengustu bílategundirnar voru Kia og Hyundai. Nýskráningar fólksbíla hjá almennum fyrirtækjum (án ökutækjaleiga) hafi dregist saman um 44 prósent. Samanlagt voru 1.520 fólksbílar nýskráðir árið 2024 en 2023 voru þeir 2.695. Flestir þessara bíla voru nýskráðir í desember og var algengasta bílategundin Toyota. Bílar Bílaleigur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að alls hafi verið nýskráðir 10.243 nýir fólksbílar á árinu og var tæplega helmingur þeirra skráður sem bílaleigubílar. Flestar nýskráningar hafi átt sér stað í maí 2024 þegar 2.008 fólksbílar voru nýskráðir. Samanburður á nýskráningum bíla síðustu sex ár.Bílgreinasambandið Flestir nýskráðir fólksbílar á árinu voru rafmagnsbílar, meira en einn af hverjum fjórum nýskráðum bílum var rafmagnsbíll. Næstalgengustu fólksbílarnir voru díselbílar sem voru 22 prósent af öllum nýskráningum. Algengustu nýskráðu bílategundirnar árið 2024 voru Toytota og Kia. Hvort er það Tesla eða Toyota? Einstaklingar voru skráðir fyrir 3.817 nýjum fólksbílum á árinu 2024 samkvæmt tilkynningunni. Það eru helmingi færri nýskráðir fólksbílar en árið 2023 þegar þeir voru 7.875 talsins. Samanburður á nýskráningum bíla hjá einstaklingum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestar nýskráningar ársins 2024 voru í október þegar 465 fólksbílar voru nýskráðir. Flestir nýskráðir fólksbílar á einstaklinga voru rafmagnsbílar eða tæplega helmingur. Þar á eftir voru tengiltvinnbílar. Algengustu nýskráðu tegundir einstaklinga á árinu 2024 voru Toyota og Tesla. Almenn fyrirtæki og bílaleigur Bílaleigubílar voru um helmingur allra nýskráðra fólksbíla á árinu. Samtals voru nýskráðir 4.904 bílaleigubílar árið 2024 sem er 30% lækkun frá fyrra ári. Samanburður á nýskráningum hjá ökutækjaleigum undanfarin sex ár.Bílgreinasambandið Flestir bílaleigubílar voru nýskráðir í maí 2024 og algengustu bílategundirnar voru Kia og Hyundai. Nýskráningar fólksbíla hjá almennum fyrirtækjum (án ökutækjaleiga) hafi dregist saman um 44 prósent. Samanlagt voru 1.520 fólksbílar nýskráðir árið 2024 en 2023 voru þeir 2.695. Flestir þessara bíla voru nýskráðir í desember og var algengasta bílategundin Toyota.
Bílar Bílaleigur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira