Viðskipti innlent

Sýn kaupir Endor

Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á Endor með fyrirvörum svo sem um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki eftirlitsaðila. Kaupin verða væntanlega frágengin í ágúst 2019, þegar áreiðanleikakönnun lýkur.

Viðskipti innlent

Wellington selur í Eimskip

Tveir sjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Wellington Management hafa minnkað hlut sinn í Eimskipi úr 2,8 prósentum í 0,7 prósent frá því í febrúar.

Viðskipti innlent

Eldum rétt taldi sig breyta rétt

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung.

Viðskipti innlent

Lausafjárstaðan fer enn versnandi

Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda.

Viðskipti innlent

Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku.

Viðskipti innlent

Stefna Isavia og vilja lægri greiðslur 

Kynnisferðir vilja að greiðslur þeirra til Isavia verði lækkaðar vegna ákvörðunar ríkisfyrirtækisins um að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við Keflavíkurflugvöll. Hafi leitt til mismununar og röskunar á samkeppni.

Viðskipti innlent

XO á Hringbraut kveður

Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu.

Viðskipti innlent