Play tilbúið að stökkva fyrr inn ef þörf krefur Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 14:06 Flugfélagið Play var formlega kynnt til leiks í byrjun nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn flugfélagsins Play segjast vera tilbúnir að koma inn á flugmarkaðinn fyrr en stefnt hefur verið að, krefjist aðstæður þess. Allur undirbúningur félagsins síðustu mánuði hafi miðast við fyrst flug í haust og segja þau „stutt“ í að sala farmiða verði kynnt. Möguleikar félagsins hafi stóraukist á síðustu vikum enda muni það ekki taka „Covid-vandræðin“ með sér inn í framtíðina eins og mörg önnur flugfélög. Ekki þarf að leita langt til að sjá dæmi þess. Rekstrarvandræði Icelandair hafa verið fyrirferðamikil í fréttum undanfarin misseri, ekki síst eftir eftirspurnarfall samhliða kórónuveirufaraldrinum. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, segist þó lítið vilja tjá sig um stöðu keppinautarins. Ljóst sé hins vegar að staða Icelandair sé alvarleg og að Play-liðar óski félaginu velfarnaðar. „PLAY er fyrst og fremst að koma inn á markað til að búa til samkeppni í flugi til og frá Íslandi og auka framboð fyrir ferðamenn á ódýrara flugi til Evrópu og vestur um haf,“ segir Arnar. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play.play Ekki verður annað séð af yfirlýsingum Play-liða á síðustu vikum en að undirbúningur sé á lokametrunum. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin sem og samningar við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina,“ sagði Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins, til að mynda fyrr í sumar. Arnar Már segir að Play-liðar sjái fram á vaxandi eftirspurn eftir flugi í gegnum veturinn og inn á næsta sumar. Unnið sé að því að hefja áætlunarflug í haust vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. „Við erum hinsvegar tilbúin til að koma inn á markaðinn mun fyrr en það ef aðstæður krefjast þess,“ segir Arnar Már. Airbus-vélarnar tilbúnar Þannig séu flugvélamál félagsins „á mjög góðum stað,“ eins og Arnar orðar það. Aðgengi að vélum hafi breyst mikið að undanförnu. „Í dag er félag eins PLAY álitlegur kostur fyrir marga vegna þess að PLAY mun ekki fara með Covid vandræðin með sér inn í framtíðina og möguleikar okkar til þess að ná góðum árangri á markaði eru því búnar að stóraukast,“ segir Arnar. Ekki skemmi fyrir að hópurinn að baki Play hafi reynslu af flugrekstri, en forsvarsmenn félagsins voru formlega kynntir til leiks á nýrri vefsíðu Play fyrir um hálfum mánuði. Reynsla Play-liða sé þannig „mjög heillandi fyrir t.a.m. flugleigusala,“ segir Arnar. Félagið hafi þegar tryggt sér nokkrar nýlegar þotur úr Airbus A320-línunni sem séu tilbúnar að koma til landsins þegar kallið kemur. „Það er því nokkuð ljóst að aðgangur að vélum er ekki vandamál í stækkun PLAY næstu mánuðina og jafnvel árin.“ Sérhæfðir starfsmenn óskast Um 40 manns starfa hjá Play í dag en félaginu bárust um 4000 starfsumsóknir þegar auglýst var eftir „leikfélögum“ í lok síðasta árs. Arnar segir að ekki hafi tekist að vinna úr þeim öllum en að þó hafi verið tekin nokkur hundruð starfsviðtöl. Þá sé „mjög líklegt“ að Play muni auglýsa eftir einstaklingum í „þónokkur sérhæfð störf á næstunni.“ Arnar segist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp nákvæma dagsetningu, aðspurður hvenær sala flugmiða hefjist. Kórónuveiruaðstæður séu einfaldlega þannig að Play-liðar gætu þurft að breyta dagsetningunni með skömmu fyrirvara, þó svo að þau geri ekki ráð fyrir að þurfa þess. „Það er hinsvegar stutt í að við kynnum þá dagsetningu en við erum að vega og meta heppilegasta tímann,“ segir Arnar. Verið sé að fínpússa hlutina. „. Við erum búin að nýta tímann vel í undirbúning flugrekstursins því að það er með þetta eins og allt annað að undirbúningur er lykilatriði og það er aldrei hægt að vera of vel undirbúinn,“ segir Arnar. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play áætlar að hefja leik næsta haust Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. 11. júní 2020 08:26 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forsvarsmenn flugfélagsins Play segjast vera tilbúnir að koma inn á flugmarkaðinn fyrr en stefnt hefur verið að, krefjist aðstæður þess. Allur undirbúningur félagsins síðustu mánuði hafi miðast við fyrst flug í haust og segja þau „stutt“ í að sala farmiða verði kynnt. Möguleikar félagsins hafi stóraukist á síðustu vikum enda muni það ekki taka „Covid-vandræðin“ með sér inn í framtíðina eins og mörg önnur flugfélög. Ekki þarf að leita langt til að sjá dæmi þess. Rekstrarvandræði Icelandair hafa verið fyrirferðamikil í fréttum undanfarin misseri, ekki síst eftir eftirspurnarfall samhliða kórónuveirufaraldrinum. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, segist þó lítið vilja tjá sig um stöðu keppinautarins. Ljóst sé hins vegar að staða Icelandair sé alvarleg og að Play-liðar óski félaginu velfarnaðar. „PLAY er fyrst og fremst að koma inn á markað til að búa til samkeppni í flugi til og frá Íslandi og auka framboð fyrir ferðamenn á ódýrara flugi til Evrópu og vestur um haf,“ segir Arnar. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play.play Ekki verður annað séð af yfirlýsingum Play-liða á síðustu vikum en að undirbúningur sé á lokametrunum. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin sem og samningar við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina,“ sagði Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins, til að mynda fyrr í sumar. Arnar Már segir að Play-liðar sjái fram á vaxandi eftirspurn eftir flugi í gegnum veturinn og inn á næsta sumar. Unnið sé að því að hefja áætlunarflug í haust vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. „Við erum hinsvegar tilbúin til að koma inn á markaðinn mun fyrr en það ef aðstæður krefjast þess,“ segir Arnar Már. Airbus-vélarnar tilbúnar Þannig séu flugvélamál félagsins „á mjög góðum stað,“ eins og Arnar orðar það. Aðgengi að vélum hafi breyst mikið að undanförnu. „Í dag er félag eins PLAY álitlegur kostur fyrir marga vegna þess að PLAY mun ekki fara með Covid vandræðin með sér inn í framtíðina og möguleikar okkar til þess að ná góðum árangri á markaði eru því búnar að stóraukast,“ segir Arnar. Ekki skemmi fyrir að hópurinn að baki Play hafi reynslu af flugrekstri, en forsvarsmenn félagsins voru formlega kynntir til leiks á nýrri vefsíðu Play fyrir um hálfum mánuði. Reynsla Play-liða sé þannig „mjög heillandi fyrir t.a.m. flugleigusala,“ segir Arnar. Félagið hafi þegar tryggt sér nokkrar nýlegar þotur úr Airbus A320-línunni sem séu tilbúnar að koma til landsins þegar kallið kemur. „Það er því nokkuð ljóst að aðgangur að vélum er ekki vandamál í stækkun PLAY næstu mánuðina og jafnvel árin.“ Sérhæfðir starfsmenn óskast Um 40 manns starfa hjá Play í dag en félaginu bárust um 4000 starfsumsóknir þegar auglýst var eftir „leikfélögum“ í lok síðasta árs. Arnar segir að ekki hafi tekist að vinna úr þeim öllum en að þó hafi verið tekin nokkur hundruð starfsviðtöl. Þá sé „mjög líklegt“ að Play muni auglýsa eftir einstaklingum í „þónokkur sérhæfð störf á næstunni.“ Arnar segist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp nákvæma dagsetningu, aðspurður hvenær sala flugmiða hefjist. Kórónuveiruaðstæður séu einfaldlega þannig að Play-liðar gætu þurft að breyta dagsetningunni með skömmu fyrirvara, þó svo að þau geri ekki ráð fyrir að þurfa þess. „Það er hinsvegar stutt í að við kynnum þá dagsetningu en við erum að vega og meta heppilegasta tímann,“ segir Arnar. Verið sé að fínpússa hlutina. „. Við erum búin að nýta tímann vel í undirbúning flugrekstursins því að það er með þetta eins og allt annað að undirbúningur er lykilatriði og það er aldrei hægt að vera of vel undirbúinn,“ segir Arnar.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play áætlar að hefja leik næsta haust Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. 11. júní 2020 08:26 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Play áætlar að hefja leik næsta haust Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. 11. júní 2020 08:26